Vilja fá Haaland lánaðan í 28 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 09:01 Er smá obbolítil möguleiki á því að Pep Guardiola leyfi Erling Haaland að fara á láni? Getty/James Gill Þótt þú spilar í sjöundu deild enska boltans þá er það ekki vegna skorts á metnaðarfullum ráðagerðum eða húmor. Ashton United spilar í G-deildinni á Englandi sagði frá því á Twitter síðu félagsins að félagið hafi kannað möguleikann á því að fá einn besta sóknarmann heims á láni. Not just Ronaldo talk on Talking Balls with @Radio_Gaz & @Natalie_Pike_ Should @ManCity take @AshtonUnitedFC up on their offer? Join us from 6! 0800 218 22 55— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) November 14, 2022 Þar erum við að tala um norska framherjann Erling Braut Haaland hjá Manchester City sem hefur skorað 23 mörk í 17 deildar- og Meistaradeildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá City. Ashton United gekk svo langt í gríninu að það sendi Manchester City formlega beiðni um lánsamning. Haaland hefur nefnilega ekkert að gera næsta mánuðinn þar sem norska landsliðið komst ekki á HM í Katar og ekkert verður spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrr en á annan í jólum. Ashton menn vilja fá Haaland að láni í 28 daga og á þeim tíma ætti hann að ná fjórum leikjum með liðinu. - #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland. https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022 Pep Guardiola hafði smá áhyggjur af því að Haaland myndi leyfa sér aðeins of mikið í fríinu og kæmi of þungur til baka en Norðmaðurinn þarf líka smá tíma til að ná sér alveg góðum af meiðslunum sem háðu honum á dögunum. City er fimm stigum á eftir Arsenal og þarf því á heitum Haaland að halda þegar fjörið byrjar á nýju eftir jól. Litla félagið Ashton United er frá Ashton-under-Lyne, sem er úthverfi í Manchester ekki langt frá Ethiad Stadium, heimavelli stórliðs Manchester City. Heimavöllur liðsins, Hurst Cross, tekur 4500 manns en aðeins 250 í sæti. Heimasíða Ashton United datt út undan öllu álaginu sem fylgdi en með öllu þessu grínu þá voru forráðamenn félagsins að auglýsa miða á heimaleiki liðsins. Húmor þeirra hefur vissulega komið Ashton United liðinu á kortið því eftir þetta grín þá hafa margir heyrt nafn félagsins í fyrsta sinn. Erling Haaland could play four matches for @AshtonUnitedFC, if #ManCity accept a 28-day loan deal: @LancasterCityFC (A) @SouthShieldsFC (A) @Liversedge_FC (H) @MarskeUnitedFC (H)Note: @ErlingHaaland would be unavailable vs @BamberBridgeFC due to international duty.— City Xtra (@City_Xtra) November 14, 2022 Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Ashton United spilar í G-deildinni á Englandi sagði frá því á Twitter síðu félagsins að félagið hafi kannað möguleikann á því að fá einn besta sóknarmann heims á láni. Not just Ronaldo talk on Talking Balls with @Radio_Gaz & @Natalie_Pike_ Should @ManCity take @AshtonUnitedFC up on their offer? Join us from 6! 0800 218 22 55— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) November 14, 2022 Þar erum við að tala um norska framherjann Erling Braut Haaland hjá Manchester City sem hefur skorað 23 mörk í 17 deildar- og Meistaradeildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá City. Ashton United gekk svo langt í gríninu að það sendi Manchester City formlega beiðni um lánsamning. Haaland hefur nefnilega ekkert að gera næsta mánuðinn þar sem norska landsliðið komst ekki á HM í Katar og ekkert verður spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrr en á annan í jólum. Ashton menn vilja fá Haaland að láni í 28 daga og á þeim tíma ætti hann að ná fjórum leikjum með liðinu. - #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland. https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022 Pep Guardiola hafði smá áhyggjur af því að Haaland myndi leyfa sér aðeins of mikið í fríinu og kæmi of þungur til baka en Norðmaðurinn þarf líka smá tíma til að ná sér alveg góðum af meiðslunum sem háðu honum á dögunum. City er fimm stigum á eftir Arsenal og þarf því á heitum Haaland að halda þegar fjörið byrjar á nýju eftir jól. Litla félagið Ashton United er frá Ashton-under-Lyne, sem er úthverfi í Manchester ekki langt frá Ethiad Stadium, heimavelli stórliðs Manchester City. Heimavöllur liðsins, Hurst Cross, tekur 4500 manns en aðeins 250 í sæti. Heimasíða Ashton United datt út undan öllu álaginu sem fylgdi en með öllu þessu grínu þá voru forráðamenn félagsins að auglýsa miða á heimaleiki liðsins. Húmor þeirra hefur vissulega komið Ashton United liðinu á kortið því eftir þetta grín þá hafa margir heyrt nafn félagsins í fyrsta sinn. Erling Haaland could play four matches for @AshtonUnitedFC, if #ManCity accept a 28-day loan deal: @LancasterCityFC (A) @SouthShieldsFC (A) @Liversedge_FC (H) @MarskeUnitedFC (H)Note: @ErlingHaaland would be unavailable vs @BamberBridgeFC due to international duty.— City Xtra (@City_Xtra) November 14, 2022
Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira