Daginn eftir fara síðan fram þrír leikir og svo verður spilað þar til úrslitin ráðast sex dögum fyri jól.
HM er ekki bara verkefni knattspyrnusambands Katar heldur allra þjóðarinnar og það má sjá merki um heimsmeistaramótið út um allt Katar en ekki síst í höfuðborginni.
Eitt það sem hefur vakið hvað mesta athygli eru tveir skýjakljúfar í miðbæ Dóha sem eru líklegir til að trufla einhverja ökumenn.
32 þjóðir keppa á þessu tuttugasta og öðru heimsmeistaramóti og umræddar byggingar sýna þessar keppnisþjóðir.
Skýjakljúfarnir í Katar skipta nefnilega stanslaust um fánaliti eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.