Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 16:03 Konur ganga framhjá varðturni sem búið er að koma fjarstýrðum byssum fyrir á. AP/Mahmoud Illean Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52