„Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 20:25 Ronaldo segir að hann hafi verið nálægt því að ganga til liðs við Manchester City. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United. Í knattspyrnuheiminum hefur fátt annað verið rætt undanfarna daga en viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo leikmann Manchester United. Í viðtalinu hefur komið fram víðtæk gagnrýni frá Ronaldo, gagnvart United, Erik Ten Hag þjálfara liðsins og ýmsu öðru sem tengist Ronaldo. „Í sannleika sagt þá munaði litlu,“ svaraði Ronaldo þegar hann var spurður út í sögusagnirnar um félagaskipti hans frá Juventus til City. „Þeir töluðu mikið saman og Guardiola sagði fyrir tveimur vikum að þeir hefðu reynt mjög ákaft að fá mig. En eins og þú veist þá er sagan mín hjá Manchester United. Hjarta þitt, að líða eins og þér leið áður, það gerði gæfumuninn. Og að sjálfsögðu, einnig Alex Ferguson. Þetta var spurning um samviskuna og hjartað lætur mann vita á þeim augnablikum.“ „Ég held að samtalið við Ferguson hafi verið lykillinn. Ég myndi ekki segja að ég hafi ekki verið nálægt því að ganga til liðs við City. Ég held að ég hafi tekið ákvörðun út frá samviskunni. Ég sé ekki eftir því.“ Hann segir Ferguson hafi sagt við sig að það væri ómögulegt fyrir hann að ganga til liðs við City. „Ferguson var lykillinn. Ég talaði við hann og hann sagði: Það er ómögulegt að þú gangir til liðs við City. Ég svaraði: Allt í lagi stjóri.“ „Ég tók ákvörðunina og ég endurtek. Samviskan mín sagði mér að þetta væri góð ákvörðun.“ Ronaldo er mættur til æfinga hjá portúgalska landsliðinu í lokaundirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Hann æfði þó ekki með liðinu í dag vegna veikinda. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Í knattspyrnuheiminum hefur fátt annað verið rætt undanfarna daga en viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo leikmann Manchester United. Í viðtalinu hefur komið fram víðtæk gagnrýni frá Ronaldo, gagnvart United, Erik Ten Hag þjálfara liðsins og ýmsu öðru sem tengist Ronaldo. „Í sannleika sagt þá munaði litlu,“ svaraði Ronaldo þegar hann var spurður út í sögusagnirnar um félagaskipti hans frá Juventus til City. „Þeir töluðu mikið saman og Guardiola sagði fyrir tveimur vikum að þeir hefðu reynt mjög ákaft að fá mig. En eins og þú veist þá er sagan mín hjá Manchester United. Hjarta þitt, að líða eins og þér leið áður, það gerði gæfumuninn. Og að sjálfsögðu, einnig Alex Ferguson. Þetta var spurning um samviskuna og hjartað lætur mann vita á þeim augnablikum.“ „Ég held að samtalið við Ferguson hafi verið lykillinn. Ég myndi ekki segja að ég hafi ekki verið nálægt því að ganga til liðs við City. Ég held að ég hafi tekið ákvörðun út frá samviskunni. Ég sé ekki eftir því.“ Hann segir Ferguson hafi sagt við sig að það væri ómögulegt fyrir hann að ganga til liðs við City. „Ferguson var lykillinn. Ég talaði við hann og hann sagði: Það er ómögulegt að þú gangir til liðs við City. Ég svaraði: Allt í lagi stjóri.“ „Ég tók ákvörðunina og ég endurtek. Samviskan mín sagði mér að þetta væri góð ákvörðun.“ Ronaldo er mættur til æfinga hjá portúgalska landsliðinu í lokaundirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Hann æfði þó ekki með liðinu í dag vegna veikinda.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira