Generalprufa Messi og Ronaldo fyrir HM: Annar skoraði en hinn með magakveisu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:31 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa báðir spilað á HM 2006 í Þýskalandi, HM 2010 í Suður-Afríku, HM 2014 í Brasilíu, HM 2018 í Rússlandi og nú á HM 2022 í Katar. Getty/Lars Baron Landslið Argentína og Portúgals hafa innan borðs goðsagnakennda leikmenn á tímamótum og mæta á heimsmeistaramótið í Katar til að reyna að færa hetjum sínum langþráðan heimsmeistaratitil. Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo. HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira
Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo.
HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira