Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Elliði Snær Viðarsson fagnar hér sigri með íslenska landsliðinu á EM fyrr á þessu ári. Getty/Sanjin Strukic Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach
Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira