Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Elliði Snær Viðarsson fagnar hér sigri með íslenska landsliðinu á EM fyrr á þessu ári. Getty/Sanjin Strukic Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach
Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Sjá meira