Hallmark hringir inn jólin Stöð 2 18. nóvember 2022 08:30 Stöð 2 sýnir rjómann af Hallmark-jólamyndum fram að jólum Hver elskar ekki velgjulega væmnar sjónvarpsmyndir þar sem allt fer á besta veg að lokum? Auðvitað eru einhverjir skröggar þarna úti sem vilja ekkert af slíku vita en aðdragandi jóla er gósentíð fyrir okkur hin þegar hinar ástsælu Hallmark-jólamyndir fara að birtast á Stöð 2 og Stöð 2+ og í augum margra eru þær jafn nauðsynlegar um jólin og malt og appelsín, hálfmánar með sveskjusultu og frómasinn hennar ömmu. Upphafið Bandaríska kapalstöðin Hallmark Channel birtist fyrst í loftinu árið 2001. Stöðin hafði reyndar verið í loftinu undir nokkrum öðrum nöfnum í allmörg ár fram að því en áherslan hafði verið lögð á kaup og framleiðslu fjölskylduvæns efnis í formi sjónvarpsmynda og stuttra þáttaraða. Efnistökin voru af öllum toga, allt frá glæparáðgátum og spjallþáttum til gæludýraþátta og vestra. Vinsældir jukust og brátt var systurstöðin Hallmark Movie Channel kynnt til leiks. Auk árlegra nýrra mynda og þátta ganga fjölmargar eldri mynda- og þáttaraðir þar enn þann dag í dag en ein ástsælasta hefð Hallmark er árleg niðurtalning stöðvanna til jóla. Formúla sem virkar Hefðin hófst 2009 og hefur vaxið æ síðan. Frá byrjun október til loka desember birtist jólatengt efni á stöðvunum og hæst bera flunkunýjar, sykursætar jólamyndir sem margar hverjar skarta hinum ýmsu stjörnum úr bandarísku sjónvarpi. Og aðdráttaraflið er orðið þannig í dag að þekkt nöfn úr kvikmyndaiðnaðinum birtast jafnvel í stöku mynd. Megininntak flestra myndanna er oftar en ekki svipað, einmana einstaklingur, önnum kafinn í góðri stöðu eða einmana nýaðfluttur einstaklingur í smábæ, kynnist hjartahlýju og manngæsku í faðmi samstarfsfélaga eða bæjarbúa og fagnar með þeim jólunum sem aldrei fyrr. Með puttann á púlsinum Þó hefur Hallmark stundum seilst í málefni líðandi stundar eins og myndinni „The Christmas House“ frá 2020 sem fjallar um samkynhneigt par og baráttu þess við að fá að ættleiða barn. En þótt formúlan sé oft sú sama, og hvers vegna að laga eitthvað sem ekki er bilað, þykja auðvitað nokkrar myndir betri en aðrar. Aðdáendur þessara mynda virðast flestir sammála um að þar sé „A Royal Christmas“ frá 2014 fremst meðal jafningja. Þar kemst söguhetjan Emily óvænt að því að kærastinn hennar, Leo, sé í raun konungborinn og einkaerfingi ríkisins Cordiníu. Auðvitað fær hans fyrrverandi svo boð í konunglega jólaboðið frá sjálfri drottningunni, Ísabellu, með tilheyrandi drama. Kunnuglegt stef en allt fer þó vel að lokum, skárra væri það nú… Aðdáendahópurinn stækkar Undanfarin ár hefur Stöð 2 verið heimili þessara jólamynda og aðdáendahópurinn stækkar sífellt. Hann er jafnvel svo eldheitur að myndirnar fá umtalsvert áhorf allan ársins hring og fögnuðurinn mikill þegar nýjar myndir bætast í sarpinn. Hallmark-jólamyndirnar eru nú víst orðnar í kringum 200 talsins og eru vinsælli en nokkurn tíma. Í ár frumsýnir Hallmark td. hvorki fleiri né færri en 39 jólatengdar sjónvarpsmyndir og mas. eina Hanukkah-mynd. Niðurtalningin hafin Líkt og fyrri ár sýnir Stöð 2 rjómann af Hallmark-jólamyndum fram að jólum og myndir eins og „Christmas Sail“, „Christmas in Harmony“, „One December Night“ og „A Timeless Christmas“ ættu að ná að kalla hinn sanna jólaanda yfir hvaða forpokaða Ebenezer sem er. Og fyrir þá sem geta ekki staðist þá freistingu að gægjast í pakkann er stór hluti þessara mynda þegar aðgengilegur inni á Stöð 2+. Og hvort sem Hallmark-jólamyndirnar eru trúarbrögð eða sakbitin sæla er alveg ljóst að jólaniðurtalningin er hafin á Stöð 2 og Stöð 2+. Jól Bíó og sjónvarp Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Upphafið Bandaríska kapalstöðin Hallmark Channel birtist fyrst í loftinu árið 2001. Stöðin hafði reyndar verið í loftinu undir nokkrum öðrum nöfnum í allmörg ár fram að því en áherslan hafði verið lögð á kaup og framleiðslu fjölskylduvæns efnis í formi sjónvarpsmynda og stuttra þáttaraða. Efnistökin voru af öllum toga, allt frá glæparáðgátum og spjallþáttum til gæludýraþátta og vestra. Vinsældir jukust og brátt var systurstöðin Hallmark Movie Channel kynnt til leiks. Auk árlegra nýrra mynda og þátta ganga fjölmargar eldri mynda- og þáttaraðir þar enn þann dag í dag en ein ástsælasta hefð Hallmark er árleg niðurtalning stöðvanna til jóla. Formúla sem virkar Hefðin hófst 2009 og hefur vaxið æ síðan. Frá byrjun október til loka desember birtist jólatengt efni á stöðvunum og hæst bera flunkunýjar, sykursætar jólamyndir sem margar hverjar skarta hinum ýmsu stjörnum úr bandarísku sjónvarpi. Og aðdráttaraflið er orðið þannig í dag að þekkt nöfn úr kvikmyndaiðnaðinum birtast jafnvel í stöku mynd. Megininntak flestra myndanna er oftar en ekki svipað, einmana einstaklingur, önnum kafinn í góðri stöðu eða einmana nýaðfluttur einstaklingur í smábæ, kynnist hjartahlýju og manngæsku í faðmi samstarfsfélaga eða bæjarbúa og fagnar með þeim jólunum sem aldrei fyrr. Með puttann á púlsinum Þó hefur Hallmark stundum seilst í málefni líðandi stundar eins og myndinni „The Christmas House“ frá 2020 sem fjallar um samkynhneigt par og baráttu þess við að fá að ættleiða barn. En þótt formúlan sé oft sú sama, og hvers vegna að laga eitthvað sem ekki er bilað, þykja auðvitað nokkrar myndir betri en aðrar. Aðdáendur þessara mynda virðast flestir sammála um að þar sé „A Royal Christmas“ frá 2014 fremst meðal jafningja. Þar kemst söguhetjan Emily óvænt að því að kærastinn hennar, Leo, sé í raun konungborinn og einkaerfingi ríkisins Cordiníu. Auðvitað fær hans fyrrverandi svo boð í konunglega jólaboðið frá sjálfri drottningunni, Ísabellu, með tilheyrandi drama. Kunnuglegt stef en allt fer þó vel að lokum, skárra væri það nú… Aðdáendahópurinn stækkar Undanfarin ár hefur Stöð 2 verið heimili þessara jólamynda og aðdáendahópurinn stækkar sífellt. Hann er jafnvel svo eldheitur að myndirnar fá umtalsvert áhorf allan ársins hring og fögnuðurinn mikill þegar nýjar myndir bætast í sarpinn. Hallmark-jólamyndirnar eru nú víst orðnar í kringum 200 talsins og eru vinsælli en nokkurn tíma. Í ár frumsýnir Hallmark td. hvorki fleiri né færri en 39 jólatengdar sjónvarpsmyndir og mas. eina Hanukkah-mynd. Niðurtalningin hafin Líkt og fyrri ár sýnir Stöð 2 rjómann af Hallmark-jólamyndum fram að jólum og myndir eins og „Christmas Sail“, „Christmas in Harmony“, „One December Night“ og „A Timeless Christmas“ ættu að ná að kalla hinn sanna jólaanda yfir hvaða forpokaða Ebenezer sem er. Og fyrir þá sem geta ekki staðist þá freistingu að gægjast í pakkann er stór hluti þessara mynda þegar aðgengilegur inni á Stöð 2+. Og hvort sem Hallmark-jólamyndirnar eru trúarbrögð eða sakbitin sæla er alveg ljóst að jólaniðurtalningin er hafin á Stöð 2 og Stöð 2+.
Jól Bíó og sjónvarp Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira