„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 18:01 Neville segir að Cristiano Ronaldo eigi ekki afurkvæmt hjá Manchester United. Vísir/Getty Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira