„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan var meira en hundrað metra breið. Á myndinni sjást meðal annars tveir bílar sem lentu í henni. Lögreglan á Norðurlandi eystra Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. Það var um sex leytið í morgun sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Í öðrum þeirra var Ægir sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík og ekur nær daglega um veginn. „Bara keyri allt í einu inn í aurskriðu á talsverðri ferð og þegar ég ætla að fara bakka þá er bara eins og komi önnur skriða á bílinn og hann færist til að frama sem betur fer því það bjargaði því að hann valt ekki niður hlíðina. Ég sé það þá hinu megin að það er bíll fastur í aurskriðunni og hann færist bara þarna niður hlíðina. Berst með henni niður eftir og í rauninni ótrúlegt bara að hann hafi ekki oltið eða eitthvað gerst meira þar,“ segir Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík. Hann segir svarta myrkur hafa verið og hvasst og erfitt að átta sig á aðstæðum. Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík.Vísir/Tryggvi Páll „Svona erfitt þegar þú lendir í aðstæðum sem þú ræður engan veginn við. Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta. Það er bara þannig. Þannig að maður sá ekkert hvort það var eitthvað aftan við þig. Hvort þú varst í miðri aurskriðu eða hvað snéri fram og aftur. Þannig að það var svona smá panikk í gangi. „Ég var allavega að reyna að koma mér út úr bílnum og skildi hann eftir í gangi og svo fór ég að leita að símanum mínum og fór aftur inn í bílinn, ég var svo hræddur um að hann væri að velta sko en þá var ég nú með símann í vasanum allan tímann og hringdi svo á Neyðarlínuna. Þá var rétt búið að hringja á Neyðarlínuna og lögreglan kom svo svolítið seinna.“ Ægir segir það mildi að enginn hafi slasast þegar skriðurnar féllu. „Það er eiginlega ótrúlegt að enginn hafi slasast og það er bara ótrúlegt að það hafi verið þannig.“ Óljóst er hvenær Vegagerðin nær að opna veginn aftur en skriðan er um 160 metra breið við þjóðveginn. Sérfræðingar hafa í dag reynt að meta aðstæður og finna út af hverju skriðan fór af stað. „Þetta er í raun og veru leysing. Það leysir snjó tiltölulega hratt og það eru í raun og veru þessi hlýindi sem valda því,“ segir Esther Hlíðar Jensen skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Erfitt sé að leggja mat á það nú hvort búast megi við fleiri skriðum á svæðinu á næstunni. „Í sambandi við kenningar um loftslagsbreytingar þá eru kenningarnar þær að það sé von á fleiri skriðum af ýmsum ástæðum. Þá meðal annars bráðnun, aukinni úrkomu ákefð og þess háttar,“ segir Esther. Ægir segist hafa gert sér vel grein fyrir snjóflóðahættu á svæðinu en ekki áttað sig á að hætta væri á að aurskriður féllu þar. Hann á von á að atburðir dagsins hafi áhrif á hann þegar hann ekur til og frá vinnu. „Maður er nú aðeins skelkaður á eftir og ég held að maður eigi nú eftir að gjóa augunum meira upp í hlíðina en maður er vanur að gera.“ Í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra síðdegis kom fram að Grenivíkurvegur yrði áfram lokaður á morgun, öryggisins vegna. Til stæði að meta stöðuna aftur við birtingu á morgun. Eftirlitsmaður Veðurstofunnar sem var á vettvangi í dag taldi enn mikla óvissu um ástand hlíðarinnar. Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Það var um sex leytið í morgun sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Í öðrum þeirra var Ægir sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík og ekur nær daglega um veginn. „Bara keyri allt í einu inn í aurskriðu á talsverðri ferð og þegar ég ætla að fara bakka þá er bara eins og komi önnur skriða á bílinn og hann færist til að frama sem betur fer því það bjargaði því að hann valt ekki niður hlíðina. Ég sé það þá hinu megin að það er bíll fastur í aurskriðunni og hann færist bara þarna niður hlíðina. Berst með henni niður eftir og í rauninni ótrúlegt bara að hann hafi ekki oltið eða eitthvað gerst meira þar,“ segir Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík. Hann segir svarta myrkur hafa verið og hvasst og erfitt að átta sig á aðstæðum. Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík.Vísir/Tryggvi Páll „Svona erfitt þegar þú lendir í aðstæðum sem þú ræður engan veginn við. Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta. Það er bara þannig. Þannig að maður sá ekkert hvort það var eitthvað aftan við þig. Hvort þú varst í miðri aurskriðu eða hvað snéri fram og aftur. Þannig að það var svona smá panikk í gangi. „Ég var allavega að reyna að koma mér út úr bílnum og skildi hann eftir í gangi og svo fór ég að leita að símanum mínum og fór aftur inn í bílinn, ég var svo hræddur um að hann væri að velta sko en þá var ég nú með símann í vasanum allan tímann og hringdi svo á Neyðarlínuna. Þá var rétt búið að hringja á Neyðarlínuna og lögreglan kom svo svolítið seinna.“ Ægir segir það mildi að enginn hafi slasast þegar skriðurnar féllu. „Það er eiginlega ótrúlegt að enginn hafi slasast og það er bara ótrúlegt að það hafi verið þannig.“ Óljóst er hvenær Vegagerðin nær að opna veginn aftur en skriðan er um 160 metra breið við þjóðveginn. Sérfræðingar hafa í dag reynt að meta aðstæður og finna út af hverju skriðan fór af stað. „Þetta er í raun og veru leysing. Það leysir snjó tiltölulega hratt og það eru í raun og veru þessi hlýindi sem valda því,“ segir Esther Hlíðar Jensen skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Erfitt sé að leggja mat á það nú hvort búast megi við fleiri skriðum á svæðinu á næstunni. „Í sambandi við kenningar um loftslagsbreytingar þá eru kenningarnar þær að það sé von á fleiri skriðum af ýmsum ástæðum. Þá meðal annars bráðnun, aukinni úrkomu ákefð og þess háttar,“ segir Esther. Ægir segist hafa gert sér vel grein fyrir snjóflóðahættu á svæðinu en ekki áttað sig á að hætta væri á að aurskriður féllu þar. Hann á von á að atburðir dagsins hafi áhrif á hann þegar hann ekur til og frá vinnu. „Maður er nú aðeins skelkaður á eftir og ég held að maður eigi nú eftir að gjóa augunum meira upp í hlíðina en maður er vanur að gera.“ Í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra síðdegis kom fram að Grenivíkurvegur yrði áfram lokaður á morgun, öryggisins vegna. Til stæði að meta stöðuna aftur við birtingu á morgun. Eftirlitsmaður Veðurstofunnar sem var á vettvangi í dag taldi enn mikla óvissu um ástand hlíðarinnar.
Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11
„Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34
Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent