„Ánægður ef Arsenal vinnur deildina“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 20:42 Cristiano Ronaldo er á fullu í undirbúningi með Portúgal fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Vísir/Getty Seinni hluti viðtals Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var sýnt í kvöld. Þar sagði Ronaldo meðal annars að hann yrði ánægður að sjá Arsenal vinna deildina og þá ræddi hann einnig um virðinguna sem hann ber fyrir Lionel Messi. Fjölmargar fréttir hafa verið birtar um viðtal Morgan við Ronaldo og er fastlega gert ráð fyrir að Ronaldo yfirgefi Manchester United í janúar eða að félagið jafnvel rifti samningi við hann á næstu dögum. Í viðtalinu sem sýnt var í kvöld hélt Ronaldo áfram að ræða um þá vanvirðingu sem hann vill meina að Erik Ten Hag, þjálfari United, hafi sýnt honum. Hann viðurkennir þó að sjá eftir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik gegn Tottenham fyrir nokkru. „Ég skil að í nýju starfi þá þurfir þú að sýna hvað í þér býr. Manchester United hafa verið svo slakir síðustu ár að þeir urðu að hreinsa út, segjum það þannig.“ „Það gerast hlutir sem fólk veit ekki um. Ég ætla ekki að fela það að sambandið þjálfarann er ekki gott. Ég er heiðarlegur með það. Hann ber ekki þá virðingu fyrir mér sem ég á skilið. Það er líklega þess vegna sem ég yfirgaf bekkinn í leiknum gegn Tottenham.“ Ronaldo neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham og yfirgaf bekkinn og hélt til búningsherbergja. Mikil umræða skapaðist í kjölfarið og fékk Ronaldo refsingu frá United. „Ég viðurkenni það að ég sé eftir þessu. Mér fannst sem mér væri ögrað af þjálfarnum, að setja mig inn á í þrjár mínútur í leik. Afsakið, en ég er ekki þannig leikmaður. Ég veit hvað ég get fært liðinu.“ „Ég og átta aðrir leikmenn fórum en það var bara talað um mig. Á síðasta ári gerðu margir leikmenn það sama. Í þessum leik gerðu átta leikmenn það sama en það var bara talað um svarta sauðinn, mig.“ Segir Ferguson alltaf vera með sér í liði Í viðtalinu talar Ronaldo vel um lið Arsenal og þjálfara þess, Mikel Arteta. Hann segir að hann yrði ánægður að sjá liðið verða enska meistara. „Manchester United fyrst, en Arsenal er lið sem mér finnst gaman að horfa á spila. Ég kann vel við liðið, ég kann vel við þjálfarann. Mér finnst þeir gott lið. Ef Manchester United vinnur ekki deildina þá yrði ég ánægður að sjá Arsenal gera það.“ Oft hefur verið rætt um samband Ronaldo við Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra United og goðsögn meðal stuðningsmanna félagsins. „Ég hef ekki talað við hann í mánuð, en hann er alltaf með mér í liði. Hann skilur mig alltaf. Hann veit, hann veit betur en nokkur annar að þetta félag er ekki vegferðinni sem þeir eiga skilið. Allir vita það.“ „Þeir sem sjá það ekki, gera það því þeir vilja það ekki. Stuðningsmennirnir og ástríðan fyrir leiknum er alltaf rétta svarið. Manchester tilheyrir stuðningsmönnunum, en þeir eiga skilið að vita sannleikann. Innviðir félagsins eru ekki góðir, það verður að breytast.“ „Messi er töfrar“ Cristinano Ronaldo og Lionel Messi hafa átt knattspyrnusviðið í fjöldamörg ár og fótboltaáhugamenn keppst við að styðja þá og metast um hvor þeirra sé besti knattspyrnuleikmaður allra tíma. Ljóst er að Ronaldo ber mikla virðingu fyrir Messi. „Ótrúlegur leikmaður, töfrar. Við höfum deilt sviðinu í sextán ár. Hugsið ykkur, í sextán ár. Ég á í góðu sambandi við hann.“ „Ég er ekki vinur hans, í þeirri skilgreiningu að vinur sé sá sem er heima hjá þér, sem þú ræðir við í símann. Meira eins og liðsfélagi. Hann er náungi sem ég virði, hvernig hann talar um mig.“ Ronaldo er langt rá því að vera hættur þó ferill hans á Old Trafford sé líklega lokið. Hann segist vilja spila lengur og segir fjörtíu ár vera góðan aldur til að hætta. „Ég veit ekki, ég veit ekki hver framtíðin er. Stundum er hægt að skipuleggja hluti í sínu lífi og ég hef sagt margoft að lífið er kraftmikið. Þú veist aldrei hvað gerist. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira
Fjölmargar fréttir hafa verið birtar um viðtal Morgan við Ronaldo og er fastlega gert ráð fyrir að Ronaldo yfirgefi Manchester United í janúar eða að félagið jafnvel rifti samningi við hann á næstu dögum. Í viðtalinu sem sýnt var í kvöld hélt Ronaldo áfram að ræða um þá vanvirðingu sem hann vill meina að Erik Ten Hag, þjálfari United, hafi sýnt honum. Hann viðurkennir þó að sjá eftir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik gegn Tottenham fyrir nokkru. „Ég skil að í nýju starfi þá þurfir þú að sýna hvað í þér býr. Manchester United hafa verið svo slakir síðustu ár að þeir urðu að hreinsa út, segjum það þannig.“ „Það gerast hlutir sem fólk veit ekki um. Ég ætla ekki að fela það að sambandið þjálfarann er ekki gott. Ég er heiðarlegur með það. Hann ber ekki þá virðingu fyrir mér sem ég á skilið. Það er líklega þess vegna sem ég yfirgaf bekkinn í leiknum gegn Tottenham.“ Ronaldo neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham og yfirgaf bekkinn og hélt til búningsherbergja. Mikil umræða skapaðist í kjölfarið og fékk Ronaldo refsingu frá United. „Ég viðurkenni það að ég sé eftir þessu. Mér fannst sem mér væri ögrað af þjálfarnum, að setja mig inn á í þrjár mínútur í leik. Afsakið, en ég er ekki þannig leikmaður. Ég veit hvað ég get fært liðinu.“ „Ég og átta aðrir leikmenn fórum en það var bara talað um mig. Á síðasta ári gerðu margir leikmenn það sama. Í þessum leik gerðu átta leikmenn það sama en það var bara talað um svarta sauðinn, mig.“ Segir Ferguson alltaf vera með sér í liði Í viðtalinu talar Ronaldo vel um lið Arsenal og þjálfara þess, Mikel Arteta. Hann segir að hann yrði ánægður að sjá liðið verða enska meistara. „Manchester United fyrst, en Arsenal er lið sem mér finnst gaman að horfa á spila. Ég kann vel við liðið, ég kann vel við þjálfarann. Mér finnst þeir gott lið. Ef Manchester United vinnur ekki deildina þá yrði ég ánægður að sjá Arsenal gera það.“ Oft hefur verið rætt um samband Ronaldo við Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra United og goðsögn meðal stuðningsmanna félagsins. „Ég hef ekki talað við hann í mánuð, en hann er alltaf með mér í liði. Hann skilur mig alltaf. Hann veit, hann veit betur en nokkur annar að þetta félag er ekki vegferðinni sem þeir eiga skilið. Allir vita það.“ „Þeir sem sjá það ekki, gera það því þeir vilja það ekki. Stuðningsmennirnir og ástríðan fyrir leiknum er alltaf rétta svarið. Manchester tilheyrir stuðningsmönnunum, en þeir eiga skilið að vita sannleikann. Innviðir félagsins eru ekki góðir, það verður að breytast.“ „Messi er töfrar“ Cristinano Ronaldo og Lionel Messi hafa átt knattspyrnusviðið í fjöldamörg ár og fótboltaáhugamenn keppst við að styðja þá og metast um hvor þeirra sé besti knattspyrnuleikmaður allra tíma. Ljóst er að Ronaldo ber mikla virðingu fyrir Messi. „Ótrúlegur leikmaður, töfrar. Við höfum deilt sviðinu í sextán ár. Hugsið ykkur, í sextán ár. Ég á í góðu sambandi við hann.“ „Ég er ekki vinur hans, í þeirri skilgreiningu að vinur sé sá sem er heima hjá þér, sem þú ræðir við í símann. Meira eins og liðsfélagi. Hann er náungi sem ég virði, hvernig hann talar um mig.“ Ronaldo er langt rá því að vera hættur þó ferill hans á Old Trafford sé líklega lokið. Hann segist vilja spila lengur og segir fjörtíu ár vera góðan aldur til að hætta. „Ég veit ekki, ég veit ekki hver framtíðin er. Stundum er hægt að skipuleggja hluti í sínu lífi og ég hef sagt margoft að lífið er kraftmikið. Þú veist aldrei hvað gerist.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira