Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 08:30 Elliði Snær Viðarsson og bræður hans Arnór Viðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Samsett/Getty&S2 Sport Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira