55 barna móðir lét myrða eiginmann sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2022 16:30 Flordelis dos Santos de Souza Söngkona, leikkona, prestur, þingmaður og 55 barna móðir í Brasilíu hefur verið dæmd til 50 ára fangelsisvistar fyrir að fá tvo syni sína til að myrða eiginmann sinn. Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira