Unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga Hólmfríður Gísladóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. nóvember 2022 14:00 Forsætisráðherra segir fjarskiptaöryggi forgangsmál hjá Þjóðaröryggisráði. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira