Unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga Hólmfríður Gísladóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. nóvember 2022 14:00 Forsætisráðherra segir fjarskiptaöryggi forgangsmál hjá Þjóðaröryggisráði. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira