Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 15:01 Myndin er frá áhorfendahátíð í Al Bidda garðinum í Qatar í gær. Vísir/Getty Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“ HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“
HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira