Bilaður Herjólfur fastur í Þorlákshöfn: „Lengra ferðalag en til Balí“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 23:06 Hinn nýi Herjólfur er tiltölulega nýkominn úr slipp en situr nú fastur í Þorlákshöfn vegna bilunar. Vísir/Vilhelm Herjólfur situr fastur í Þorlákshöfn eftir að bilun varð í stefnishurð ferjunnar. Farþegar hafa beðið í rúma fjóra tíma eftir að skipið, sem er tiltölulega nýkomið úr slipp, sigli af stað. „Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar Herjólfur leggur af stað með áætluðum komutíma til Vestmannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr ferjunni er verið að gera lokatilraun til að koma skipinu af stað. Farþegum hefur verið boðið að yfirgefa ferjuna og bílstjórar beðnir um að bakka sínum bílum út til að hleypa þeim sem vilja fara. „Ég er búin að vera hérna í þrjá tíma og sé bara malbik út um gluggann,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem er á meðal farþega í Herjólfi. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, samfélagsmiðlastjarna.Vísir/Daníel Af athugasemdum við færslu Herjólfs að dæma eru farþegar ekki sáttir við samskipti áhafnarinnar. „Skammist ykkar með þetta samskiptaleysi,“ segir ein í athugasemdum. Guðrún Veiga segir hins vegar að róleg stemning sé um borð. „Það eru allir orðnir sjóaðir í því hvernig samgöngumálin ganga fyrir sig hérna,“ segir Guðrún sem er á ferðalagi frá Eskifirði þaðan sem hún er ættuð. „Við erum búin að keyra í tíu tíma og svo áttum við að sigla í þrjá tíma. Nú erum við búin að bíða í þrjá tíma en eigum enn siglinguna eftir. Þetta er lengra ferðalag en til Balí,“ segir Guðrún en bætir að lokum við að hún sé þakklát fyrir að vín skuli vera selt um borð. Síðast uppfært kl. 00:12 þegar gera átti lokatilraun til að koma Herjólfi af stað. Herjólfur Ölfus Vestmannaeyjar Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
„Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar Herjólfur leggur af stað með áætluðum komutíma til Vestmannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr ferjunni er verið að gera lokatilraun til að koma skipinu af stað. Farþegum hefur verið boðið að yfirgefa ferjuna og bílstjórar beðnir um að bakka sínum bílum út til að hleypa þeim sem vilja fara. „Ég er búin að vera hérna í þrjá tíma og sé bara malbik út um gluggann,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem er á meðal farþega í Herjólfi. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, samfélagsmiðlastjarna.Vísir/Daníel Af athugasemdum við færslu Herjólfs að dæma eru farþegar ekki sáttir við samskipti áhafnarinnar. „Skammist ykkar með þetta samskiptaleysi,“ segir ein í athugasemdum. Guðrún Veiga segir hins vegar að róleg stemning sé um borð. „Það eru allir orðnir sjóaðir í því hvernig samgöngumálin ganga fyrir sig hérna,“ segir Guðrún sem er á ferðalagi frá Eskifirði þaðan sem hún er ættuð. „Við erum búin að keyra í tíu tíma og svo áttum við að sigla í þrjá tíma. Nú erum við búin að bíða í þrjá tíma en eigum enn siglinguna eftir. Þetta er lengra ferðalag en til Balí,“ segir Guðrún en bætir að lokum við að hún sé þakklát fyrir að vín skuli vera selt um borð. Síðast uppfært kl. 00:12 þegar gera átti lokatilraun til að koma Herjólfi af stað.
Herjólfur Ölfus Vestmannaeyjar Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira