Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 09:02 Harry Kane sést hér bera „OneLove“ fyrirliðabandið í leik með enska landsliðinu. Getty/Nick Potts Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM Uppfært: Enska knattspyrnusambandið auk knattspyrnusambanda Belgíu, Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Sviss hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þau ætla ekki að setja leikmenn sína í þá erfiðu stöðu að eiga á hættu að vera refsað fyrir að bera fyrirliðabönd til stuðnings fjölbreytileika. Því hafa fyrirliðarnir verið beðnir um að nota hefðbundin fyrirliðabönd, ekki þau litríku. Nánar hér. Forráðamenn FIFA hafa ítrekað það í aðdraganda heimsmeistaramótsins að það sé stranglega bannað að nota þessi fyrirliðabönd og fyrirliðarnir megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem þeir fá frá FIFA. Tomorrow, England captain Harry Kane plans to stand with the LGBTQ community by wearing a 'One Love' arm band even if FIFA prohibits it.Other captains joining Kane: France Germany Belgium Denmark Switzerland Wales The Netherlands pic.twitter.com/DJIsT1BR5u— Front Office Sports (@FOS) November 20, 2022 Alls ætluðu níu landslið að láta fyrirliða sinn leiða liðið með „OneLove“ fyrirliðaband en þar á meðal eru Þýskaland, Holland og Belgía. Öll sendu þau FIFA og UEFA bréf þar sem kom fram að fyrirliðarnir myndu mæta með bandið sem er svo hræðilegt í augum Katarbúa. Allir fyrirliðarnir ætla að gera það til að vekja athygli á misrétti, brotum á mannréttindum og skort á fjölbreytileika hjá gestgjöfum HM í ár í Katar. FIFA er hins á fullu í útréttingum fyrir yfirvöld í Katar. "We've made it clear as a team and staff that we want to wear the armband."Harry Kane confirms that England are intent on wearing the "one love" armband at the World Cup but still waiting on FIFA's decision pic.twitter.com/Ru3atldhyW— Football Daily (@footballdaily) November 20, 2022 Öll samböndin bjuggust við að fá sekt fyrir brot á banninu en núna hefur bæst við önnur hótun um að allir fyrirliðar með „OneLove“ fyrirliðabandið myndu fá gult spjald í upphafi leiks fyrir að bera það. Það er ljóst að fyrirliðarnir væru fljótir að koma sér í leikbann ef þeir byrja alla leiki á HM á því að fá gula spjaldið fyrir utan að spjald á næstu níutíu mínútum myndi auðvitað þýða rautt spjald. „Ég held að við höfum gert öllum ljóst að við sem lið, við sem starfslið og við sem samband viljum nota þetta fyrirliðaband. Ég veit að knattspyrnusambandið er að tala við FIFA þessa stundina og ég er viss um að við höfum ákvörðun fyrir leikinn á morgun. Það fer ekkert á milli mála að við viljum bera þetta fyrirliðaband,“ sagði Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn. FIFA has banned Harry Kane from wearing the One Love armband. There are concerns he could be booked as soon as the game kicks off if he goes ahead and wears it. © @TeleFootball pic.twitter.com/eKjVGgvICI— Football Tweet (@Football__Tweet) November 20, 2022 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Uppfært: Enska knattspyrnusambandið auk knattspyrnusambanda Belgíu, Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Sviss hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þau ætla ekki að setja leikmenn sína í þá erfiðu stöðu að eiga á hættu að vera refsað fyrir að bera fyrirliðabönd til stuðnings fjölbreytileika. Því hafa fyrirliðarnir verið beðnir um að nota hefðbundin fyrirliðabönd, ekki þau litríku. Nánar hér. Forráðamenn FIFA hafa ítrekað það í aðdraganda heimsmeistaramótsins að það sé stranglega bannað að nota þessi fyrirliðabönd og fyrirliðarnir megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem þeir fá frá FIFA. Tomorrow, England captain Harry Kane plans to stand with the LGBTQ community by wearing a 'One Love' arm band even if FIFA prohibits it.Other captains joining Kane: France Germany Belgium Denmark Switzerland Wales The Netherlands pic.twitter.com/DJIsT1BR5u— Front Office Sports (@FOS) November 20, 2022 Alls ætluðu níu landslið að láta fyrirliða sinn leiða liðið með „OneLove“ fyrirliðaband en þar á meðal eru Þýskaland, Holland og Belgía. Öll sendu þau FIFA og UEFA bréf þar sem kom fram að fyrirliðarnir myndu mæta með bandið sem er svo hræðilegt í augum Katarbúa. Allir fyrirliðarnir ætla að gera það til að vekja athygli á misrétti, brotum á mannréttindum og skort á fjölbreytileika hjá gestgjöfum HM í ár í Katar. FIFA er hins á fullu í útréttingum fyrir yfirvöld í Katar. "We've made it clear as a team and staff that we want to wear the armband."Harry Kane confirms that England are intent on wearing the "one love" armband at the World Cup but still waiting on FIFA's decision pic.twitter.com/Ru3atldhyW— Football Daily (@footballdaily) November 20, 2022 Öll samböndin bjuggust við að fá sekt fyrir brot á banninu en núna hefur bæst við önnur hótun um að allir fyrirliðar með „OneLove“ fyrirliðabandið myndu fá gult spjald í upphafi leiks fyrir að bera það. Það er ljóst að fyrirliðarnir væru fljótir að koma sér í leikbann ef þeir byrja alla leiki á HM á því að fá gula spjaldið fyrir utan að spjald á næstu níutíu mínútum myndi auðvitað þýða rautt spjald. „Ég held að við höfum gert öllum ljóst að við sem lið, við sem starfslið og við sem samband viljum nota þetta fyrirliðaband. Ég veit að knattspyrnusambandið er að tala við FIFA þessa stundina og ég er viss um að við höfum ákvörðun fyrir leikinn á morgun. Það fer ekkert á milli mála að við viljum bera þetta fyrirliðaband,“ sagði Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn. FIFA has banned Harry Kane from wearing the One Love armband. There are concerns he could be booked as soon as the game kicks off if he goes ahead and wears it. © @TeleFootball pic.twitter.com/eKjVGgvICI— Football Tweet (@Football__Tweet) November 20, 2022
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira