Hafa selt samtals 27 milljónir bóka á heimsvísu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2022 06:50 Arnaldur, Yrsa og Ragnar hafa skapað íslenska krimmanum góðan orðstír erlendis. Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson hafa selt samtals um 27 milljónir bóka á heimsvísu. Arnaldur hefur gefið út 26 bækur á 26 árum, Yrsa 24 bækur á 25 árum og Ragnar fjórtán bækur á fjórtán árum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Rithöfundarnir þrír eiga það sameiginlegt að hafa sérhæft sig í glæpasögum, þótt Yrsa hafi einnig skrifað sex barnabækur. „Ég fæ ekki betur séð en hann hafi selt meira en aðrir íslenskir glæpasagnahöfundar til samans á erlendri grundu og þannig mætti segja að hann hafi að nokkru leyti dregið vagninn,“ hefur Morgunblaðið eftir Agli Erni Jóhannessyni hjá Forlaginu um nokkra yfirburði Arnaldar þegar kemur að sölu. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld, bendir hins vegar á gríðarlegar vinsældir Yrsu og Ragnars í Þýskalandi. Bráðin, eftir Yrsu, sé til að mynda búin að vera tíu vikur samfleytt á metsölulista Spiegel í haust. „Ragnar hefur selt gríðarlega á síðustu þremur árum erlendis og munar þar auðvitað mest um að hann var um tíma með þrjár af mest seldu bókum Þýskalands í sömu vikunni og er eini íslenski höfundurinn sem hefur komið bók inn á metsölulista Sunday Times. Þá nýtur hann gríðarlegra vinsælda í Frakklandi,“ segir Pétur. Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Rithöfundarnir þrír eiga það sameiginlegt að hafa sérhæft sig í glæpasögum, þótt Yrsa hafi einnig skrifað sex barnabækur. „Ég fæ ekki betur séð en hann hafi selt meira en aðrir íslenskir glæpasagnahöfundar til samans á erlendri grundu og þannig mætti segja að hann hafi að nokkru leyti dregið vagninn,“ hefur Morgunblaðið eftir Agli Erni Jóhannessyni hjá Forlaginu um nokkra yfirburði Arnaldar þegar kemur að sölu. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld, bendir hins vegar á gríðarlegar vinsældir Yrsu og Ragnars í Þýskalandi. Bráðin, eftir Yrsu, sé til að mynda búin að vera tíu vikur samfleytt á metsölulista Spiegel í haust. „Ragnar hefur selt gríðarlega á síðustu þremur árum erlendis og munar þar auðvitað mest um að hann var um tíma með þrjár af mest seldu bókum Þýskalands í sömu vikunni og er eini íslenski höfundurinn sem hefur komið bók inn á metsölulista Sunday Times. Þá nýtur hann gríðarlegra vinsælda í Frakklandi,“ segir Pétur.
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira