Stóð ógn af Braga Páli á framhaldsskólaárunum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 07:00 Bragi Páll og Kjartan Atli rugla þangað til að þeir lenda á einhverju sem er ekki rugl. Það endar í bók. Árni Torfason Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson voru að senda frá sér nýja barna- og unglingabók um körfuboltakrakkana Lóu og Börk. Þeir hafa þekkst síðan í menntaskóla og skemmtu sér mjög vel við skrifin á bókinni Langskot í lífsháska. „Þetta er svona eins og í ástarsögu, því ég tók fyrst eftir Braga Páli þegar hann var í MORFÍs-liði FB. Hann var hluti af verulega öflugu liði og sem var betra en lið okkar í FG, sem ég var hluti af. Því stóð mér ógn af Braga Páli á framhaldsskólaárunum, við getum kallað þetta óttablandna virðingu sem ég bar skilyrðislaust til hans,“ segir Kjartan Atli um það hvernig þeir kynntust fyrst. „Já, alveg rétt, ég var búinn að gleyma þessari MORFÍS-rimmu. Ef einhverjir framhaldsskólanemar eru að lesa þetta, passið ykkur á MORFÍS, alveg mannskemmandi dæmi. Ég man hinsvegar fyrst Kjartani þegar hann var fyrirferðamikill í rappsenunni upp úr aldamótunum. Hann og gamall vinur minn og nágranni, Dóri DNA, voru soldið að fara með rímur saman, ákveðnir frumkvöðlar á því sviði. Í raun sorglegt að rapparar í dag taki ekki meira ofan fyrir Bæjarins bestu og öllum þessum langaöfum nútíma rappsins á Íslandi,“ segir Bragi Páll. „Samstarfið átti sér nokkurn aðdraganda. Í ársbyrjun 2020 komst ég í samband Tómas Hermannsson, sem á Sögur útgáfu ásamt Önnu Margréti Marinósdóttur, konu sinni. Við ákváðum að gera saman bók um körfubolta sem fékk titilinn Hrein karfa. Þegar það ferli var á lokametrunum fékk ég áskorun frá góðum félaga um að skrifa skáldsögu fyrir börn og unglinga. Ég sagði Tómasi frá því og hann tók vel í þá hugmynd. Ég er sem betur fer þeim kosti gæddur að gera mér mikla grein fyrir takmörkunum mínum og biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar. Ég bað því Tómas að hjálpa mér að finna góðan rithöfund sem gæti haldið í hönd mína við skrifin,“ segir Kjartan Atli. Eins og einkaþjálfari og kúnni Tómasi datt þá strax í hug að leita til Braga Páls. Fyrir síðustu jól skrifaði Bragi Páll bókina Arnaldur Indriðason deyr, sem sló rækilega í gegn. Hann gaf áður út bókina Austur og auk þess hafa komið út ljóðabækur og smásögur eftir hann. „Við náðum strax vel saman, ég fékk góð ráð frá Braga sem komu mér vel á sporið. Hann hjálpaði mér svo í öllu ferlinu, þrátt fyrir að vera að leggja lokahönd á sína bók, Arnaldur Indriðason deyr. Bragi kenndi mér alveg fáránlega margt. Fyrstu skrefin í okkar samstarfi líktust sambandi einkaþjálfara og kúnna í ræktinni. En þetta hefur þróast út í vinskap og get ég með sanni sagt að Bragi Páll er minn uppáhalds rithöfundur,“ útskýrir Kjartan Atli. „Þvílíkir gullhamrar, ég fer nú bara hjá mér,“ segir Bragi Páll. En já, þetta er bara eins og Kjartan lýsir, ég var að klára skáldsögu í fyrra, þá hefur Tommi útgefandi samband og spyr mig hvort ég viti hver Kjartan sé, sem ég vissi að sjálfsögðu, það er ekki sá körfuboltaáhugamaður á landinu sem veit ekki hver Kjartan er. Hann sendi mér þá hugmynd að sögu sem Kjartan var með sem kveikti strax í mér. Hann var með persónur sem mér fannst áhugaverðar, með sögu sem þurfti að segja og með boðskap sem talaði beint inn í helstu átakamál samtímans. Svo fannst mér eitthvað spennandi við að fara beint úr viðbjóðslegri morðsögu yfir í fallega og spennandi unglingabók þar sem ég héldi ekki endilega báðum höndum um framvinduna, þannig ég stökk bara á þetta.“ Saman í liði. Fyrsta skáldsaga Kjartans Atla. Kápa hönnuð á Brandenburg af Jóni Páli Halldórssyni. Mættust á fullkomnum skurðpunkti Kjartan Atli segir að það séu tvær ástæður líklegar fyrir því að samstarfið þeirra gekk strax svona vel. „Sú fyrsta er að við höldum báðir með Boston Celtics í NBA deildinni. Þetta er auðveldari skýringin. Hin er örlítið flóknari. Bragi Páll er rithöfundur sem hefur gaman að körfubolta. Ég er körfuboltanörd sem hefur gaman að því að lesa og skrifa. Við mætumst á einhverjum fullkomnum skurðpunkti. Það sem meira er, við erum giftir konum sem eru betri en við í okkar fagi. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem Bragi er giftur, er verðlaunahöfundur; hefur hlotið Fjöruverðlaunin og vakið mikla athygli. Pálína María Gunnlaugsdóttir, sem er gift mér, er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í körfubolta og var valin besti leikmaður þrisvar.“ Bragi Páll tekur undir þetta. Höfundarnir treysta ungu lesendunum fyrir flóknari tilfinningum í nýju bókinni.Árni Torfason „Við þekkjum okkar styrkleika og takmarkanir. Giftumst uppfyrir okkur og skömmumst okkar ekkert fyrir það. En ég held að körfuboltaástin sé límið okkar Kjartans. Ég held allavega að ég gæti ekki ritstýrt eða skrifað skemmtilega unglingabók um kurling eða kappát. Svo erum við báðir áhugamenn um fólk og sögurnar sem fólk lendir í. Þegar við höfum verið að ræða persónurnar okkar og framvinduna þá komumst við alveg á flug, förum út og suður og ruglum mikið, sem er vinna sem flestir rithöfundar vinna einir, mjög daprir, bara yfir uppvaskinu. En foréttindin eru að fá að gera það með einhverjum sem elskar líka góðar sögur og elskar körfubolta,“ segir Bragi Páll. „Svo höfum við líka mjög ólíka rödd, þannig persónurnar fá líka aðgreinda rödd og persónuleika, sem gefur allri sögunni skemmtilegri tóna og meiri raunveruleika, þó hún sé samt líka ævintýri.“ Lofuðu að gefa út þrjár bækur Á síðasta ári kom út bókin Lóa og Börkur - Saman í liði eftir Kjartan Atla og var Bragi Páll ritstjóri bókarinnar. Bókin fékk frábær viðbrögð og hefur verið að flakka á milli þess að fá 4,6 og 4,7 stjörnur af fimm mögulegum á Storytel. „Hún seldist líka vel, komst á Metsölulista Eymundsson einhverjar vikurnar sem reynslulausum höfund þótti skemmtilegt,“ segir Kjartan Atli. „Allir sem ég hef talað við sem lásu hana höfðu ótrúlega gaman af henni. Dóttir mín, sem er mjög kröfuharður lesandi elskaði hana. Og henni er alveg sama þó ég og mamma hennar séum að gefa út bækur sem fái fullt af stjörnum og tilnefningum og seljist vel, í skólanum montar hún sig af því að ég hafi fengið að skrifa bækurnar um Lóu og Börk með Kjartani,“ segir Bragi Páll. Eitt af skilyrðum útgáfunnar var að bækurnar yrðu þrjár talsins svo það var aldrei spurning um að halda áfram. Hann var því kominn með hugmynd fyrir allar þrjár bækurnar þegar sú fyrsta kom út. Kjartan Atli segir að skrifin hafi verið mjög lærdómsríkt ferli. „Eitt af því sem ég lærði var hversu gaman það er að fara í grunnskóla og lesa fyrir krakka. Ég vona að við fáum að fara í heimsókn í fleiri skóla þessa aðventuna. Svo lærði ég allskyns tæknileg atriði í uppbyggingu sagna. Ég lærði líka hvað góðir höfundar þurfa fá orð til að vekja upp hugrif lesenda. Bragi Páll er snillingur í því.“ Langskot í lífsháska. Kápa hönnuð á Brandenburg af Jóni Páli Halldórssyni. Treysta lesendum fyrir erfiðum tilfinningum Í þetta skiptið skrifuðu þeir framhaldsbókina saman. „Söguþráðurinn í Saman í liði var fullmótaðri í mínum huga þegar við Bragi Páll settumst niður í fyrsta sinn. Þessi var opnari þegar við lögðum af stað og við leyfðum okkur að fara á gott hugarflug. Hittingarnir okkar voru skemmtilegir og við vorum óhræddir við að prófa okkur áfram með söguþráðinn. Útkoman varð virkilega góð. Langskot í lífsháska er dýpri og margslungnari en Saman í liði. Skrifin vöktu upp fleiri tilfinningar en í fyrstu bók sem ég vona að skili sér til lesenda,“ segir Kjartan Atli. „Ég upplifði líka að við treystum ungum lesendum meira, bæði fyrir flóknara orðfæri og flóknari tilfinningum. Það er meira myrkur í þessari bók en þeirri fyrri og ég held að það endurspegli samtöl okkar við lesendur og þetta traust sem við berum til þeirra. Að ungt fólk geti alveg lesið um mikla reiði, um sjálfsefa, fólk á jaðrinum og um mikla sorg. Þau sjá þetta í lífinu í kringum sig, þess vegna er engin ástæða fyrir því að þau vilji ekki líka lesa það í bókmenntunum sínum,“ segir Bragi Páll. „Það eru skandalar, það eru slitin krossbönd, mótorhjólagengi og lögbrjótar. Við getum ekki gefið of mikið upp, en ég held að það þurfi engum að leiðast við lesturinn á þessari.“ Lausnin fannst á Gerðarsafni Kjartan Atli segir að í nýju bókinni séu Lóa og Börkur í hasar strax frá fyrstu blaðsíðu. „Þau takast á við vandamál innan vallar sem utan. Án þess að gefa of mikið upp þá fara þau til Bandaríkjanna í körfuboltabúðir. Eins og titillinn gefur til kynna lendir einhver í lífsháska og er framvindan vonandi óvænt og spennandi.“ Höfundarnir hittust reglulega en töluðu líka saman í síma og nýttu nýjustu tækni til að vinna bókina saman. „Við köstuðum allskonar hugmyndum á milli og mér er minnistæður sumardagur í Gerðasafni í Kópavogi þegar við fórum á þvílíkt flug, við vorum báðir komnir til Bandaríkjanna í huganum og æsispennandi lokakafli framvindunnar varð til,“ segir Kjartan Atli. „Stóra lausnin kom til okkar þarna á Gerðarsafni, af því okkur langaði soldið til þess að toppa okkur en vissum ekki alveg hvernig. Svo áttuðum við okkur á því að við vorum með öll hráefnin til þess að búa til mjög djúsí sögu. Það að skrifa bækur er að miklu leyti vinna við að finna brýr og lausnir á milli atburða og sú vinna er svo skemmtileg með Kjartani. Engar lausnir slegnar út af borðinu, við bara ruglum þangað til við lendum á einhverju sem er ekki rugl, og þá skrifum við það niður. Alveg sjúklega gefandi ferli,“ segir Bragi Páll. Ástfanginn af bókum og körfubolta Þeir segja að markmiðið hafi verið að skrifa gæðabók fyrir börn og unglinga en vildu líka kenna lesendum eitthvað, að bókin myndi skilja eitthvað eftir. „Ég held að bækurnar um Lóu og Börk kenni lesendum um sjónarhorn. Þær eru byggðar á dagbókum bæði Lóu og Barkar. Stundum skrifa þau um sama atburðinn en eru ósammála um hvað gerðist nákvæmlega. Svo tvinnast inn í fréttir sem lesandinn fær beint í æð. Þá fléttast þriðja sjónarhornið inn í, sjónarhorn fjölmiðla,“ segir Kjartan Atli. „Ég varð ástfanginn af bókum sem barn og unglingur, eins og líklega flestir sem lenda í því. Ég varð líka ástfanginn af körfubolta á sama tíma. Þannig þegar tækifærið til þess að bera út boðskapinn á þessum tveim hlutum með svona miklu fagmanni kom ekki annað til greina en að stökkva á það. Ég vona bara að þeir sem eignast þessa bók skemmti sér jafn vel við lesturinn og við gerðum við skrifin,“ segir Bragi Páll. Kjartan Atli hefur þjálfað börn og ungmenni í körfubolta frá árinu 2001 og hefur einnig kennt í grunnskóla. „Eitt sem ég hef lært er að börn koma manni alltaf á óvart. Einhvern veginn hélt ég að fyrri bókin væri fyrir kannski 7. bekk og upp úr. En yngri krakkar nutu bókarinnar líka. Ég held að hún spanni nokkuð vítt aldursbil en myndi segja að tíu til fimmtán ára krakkar hafi mest gaman að henni,“ svarar Kjartan Atli aðspurður fyrir hvaða aldurshóp bókin er skrifuð. Eins og þriðja barnið Aðspurður hvort bókin hafi aukið körfuboltaáhuga hér á landi svarar Bragi Páll: „Þær allavega draga ekki úr honum. Fyrirmyndir skipta máli, bæði raunverulegar og skapaðar, og bæði Lóa og Börkur eru frábærar fyrirmyndir, innan vallar sem og utan. Það er samt ekki þar með sagt að þau séu fullkomin. Þau eru bæði breisk, gera mistök, keppast við að læra af þeim. Ef það smitast eitthvað inn í Íslenska körfuboltamenningu þá er það bara frábært.“ Kjartan Atli efast um að bókin hafi haft einhver stórtæk áhrif á körfuboltaáhuga. „En hún talar inn í veruleika krakka sem eru í körfubolta. En þó er það ekki þannig að lesendur þurfi að stunda körfubolta til að finnast bækurnar spennandi.“ Kjartan atli er að fylgja eftir tveimur bókum hér á landi fyrir þessi jólin. „Langskot í lífsháska er önnur þeirra en hin kallast Stjörnurnar í NBA og fjallar um bestu leikmennina í NBA fyrr og síðar. Svo er þriðja bókin að koma út í Bandaríkjunum, undir titlinum Legends of the NBA. Það er önnur bókin sem við gefum út í samstarfi við útgáfufyrirtæki þar í landi. Auk þess er ég að þjálfa 12 og 13 ára stelpur hjá Stjörnunni og meistaraflokk karla á Álftanesi, stýri Subway körfuboltakvöldi og fleiri þáttum á Stöð 2 sport og er að plana jólin með fjölskyldunni minni frábæru. Nóg að gera í nóvember og desember,“ segir Kjartan Atli spenntur. „Þú lætur mig líta mjög illa út Kjartan, allt of mikið að gera hjá þér. Fyrir utan Lóu og Börk, er framundan hjá mér áframhaldandi skriftir, en ég er að vinna að bók sem kemur vonandi út á næsta ári. Svo er konan mín líka með bók um þessi jólin, og það að vera maki rithöfundar er pínu flókið í jólabókaflóðinu, sérstaklega þar sem við eigum tvö ung börn saman og dagskráin of þétt og á skrítnum tímum. Lóa og Börkur er svona eins og þriðja barnið mitt,“ segir Bragi Páll. Menning Bókaútgáfa Krakkar Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta ferli kenndi mér að láta vaða“ „Erum við ekki flest rithöfundar inn við beinið?“ segir fjölmiðlamaðurinn og körfuboltaþjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson sem var að gefa út sína fyrstu barna- og unglingabók, Saman í liði. 12. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Þetta er svona eins og í ástarsögu, því ég tók fyrst eftir Braga Páli þegar hann var í MORFÍs-liði FB. Hann var hluti af verulega öflugu liði og sem var betra en lið okkar í FG, sem ég var hluti af. Því stóð mér ógn af Braga Páli á framhaldsskólaárunum, við getum kallað þetta óttablandna virðingu sem ég bar skilyrðislaust til hans,“ segir Kjartan Atli um það hvernig þeir kynntust fyrst. „Já, alveg rétt, ég var búinn að gleyma þessari MORFÍS-rimmu. Ef einhverjir framhaldsskólanemar eru að lesa þetta, passið ykkur á MORFÍS, alveg mannskemmandi dæmi. Ég man hinsvegar fyrst Kjartani þegar hann var fyrirferðamikill í rappsenunni upp úr aldamótunum. Hann og gamall vinur minn og nágranni, Dóri DNA, voru soldið að fara með rímur saman, ákveðnir frumkvöðlar á því sviði. Í raun sorglegt að rapparar í dag taki ekki meira ofan fyrir Bæjarins bestu og öllum þessum langaöfum nútíma rappsins á Íslandi,“ segir Bragi Páll. „Samstarfið átti sér nokkurn aðdraganda. Í ársbyrjun 2020 komst ég í samband Tómas Hermannsson, sem á Sögur útgáfu ásamt Önnu Margréti Marinósdóttur, konu sinni. Við ákváðum að gera saman bók um körfubolta sem fékk titilinn Hrein karfa. Þegar það ferli var á lokametrunum fékk ég áskorun frá góðum félaga um að skrifa skáldsögu fyrir börn og unglinga. Ég sagði Tómasi frá því og hann tók vel í þá hugmynd. Ég er sem betur fer þeim kosti gæddur að gera mér mikla grein fyrir takmörkunum mínum og biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar. Ég bað því Tómas að hjálpa mér að finna góðan rithöfund sem gæti haldið í hönd mína við skrifin,“ segir Kjartan Atli. Eins og einkaþjálfari og kúnni Tómasi datt þá strax í hug að leita til Braga Páls. Fyrir síðustu jól skrifaði Bragi Páll bókina Arnaldur Indriðason deyr, sem sló rækilega í gegn. Hann gaf áður út bókina Austur og auk þess hafa komið út ljóðabækur og smásögur eftir hann. „Við náðum strax vel saman, ég fékk góð ráð frá Braga sem komu mér vel á sporið. Hann hjálpaði mér svo í öllu ferlinu, þrátt fyrir að vera að leggja lokahönd á sína bók, Arnaldur Indriðason deyr. Bragi kenndi mér alveg fáránlega margt. Fyrstu skrefin í okkar samstarfi líktust sambandi einkaþjálfara og kúnna í ræktinni. En þetta hefur þróast út í vinskap og get ég með sanni sagt að Bragi Páll er minn uppáhalds rithöfundur,“ útskýrir Kjartan Atli. „Þvílíkir gullhamrar, ég fer nú bara hjá mér,“ segir Bragi Páll. En já, þetta er bara eins og Kjartan lýsir, ég var að klára skáldsögu í fyrra, þá hefur Tommi útgefandi samband og spyr mig hvort ég viti hver Kjartan sé, sem ég vissi að sjálfsögðu, það er ekki sá körfuboltaáhugamaður á landinu sem veit ekki hver Kjartan er. Hann sendi mér þá hugmynd að sögu sem Kjartan var með sem kveikti strax í mér. Hann var með persónur sem mér fannst áhugaverðar, með sögu sem þurfti að segja og með boðskap sem talaði beint inn í helstu átakamál samtímans. Svo fannst mér eitthvað spennandi við að fara beint úr viðbjóðslegri morðsögu yfir í fallega og spennandi unglingabók þar sem ég héldi ekki endilega báðum höndum um framvinduna, þannig ég stökk bara á þetta.“ Saman í liði. Fyrsta skáldsaga Kjartans Atla. Kápa hönnuð á Brandenburg af Jóni Páli Halldórssyni. Mættust á fullkomnum skurðpunkti Kjartan Atli segir að það séu tvær ástæður líklegar fyrir því að samstarfið þeirra gekk strax svona vel. „Sú fyrsta er að við höldum báðir með Boston Celtics í NBA deildinni. Þetta er auðveldari skýringin. Hin er örlítið flóknari. Bragi Páll er rithöfundur sem hefur gaman að körfubolta. Ég er körfuboltanörd sem hefur gaman að því að lesa og skrifa. Við mætumst á einhverjum fullkomnum skurðpunkti. Það sem meira er, við erum giftir konum sem eru betri en við í okkar fagi. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem Bragi er giftur, er verðlaunahöfundur; hefur hlotið Fjöruverðlaunin og vakið mikla athygli. Pálína María Gunnlaugsdóttir, sem er gift mér, er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í körfubolta og var valin besti leikmaður þrisvar.“ Bragi Páll tekur undir þetta. Höfundarnir treysta ungu lesendunum fyrir flóknari tilfinningum í nýju bókinni.Árni Torfason „Við þekkjum okkar styrkleika og takmarkanir. Giftumst uppfyrir okkur og skömmumst okkar ekkert fyrir það. En ég held að körfuboltaástin sé límið okkar Kjartans. Ég held allavega að ég gæti ekki ritstýrt eða skrifað skemmtilega unglingabók um kurling eða kappát. Svo erum við báðir áhugamenn um fólk og sögurnar sem fólk lendir í. Þegar við höfum verið að ræða persónurnar okkar og framvinduna þá komumst við alveg á flug, förum út og suður og ruglum mikið, sem er vinna sem flestir rithöfundar vinna einir, mjög daprir, bara yfir uppvaskinu. En foréttindin eru að fá að gera það með einhverjum sem elskar líka góðar sögur og elskar körfubolta,“ segir Bragi Páll. „Svo höfum við líka mjög ólíka rödd, þannig persónurnar fá líka aðgreinda rödd og persónuleika, sem gefur allri sögunni skemmtilegri tóna og meiri raunveruleika, þó hún sé samt líka ævintýri.“ Lofuðu að gefa út þrjár bækur Á síðasta ári kom út bókin Lóa og Börkur - Saman í liði eftir Kjartan Atla og var Bragi Páll ritstjóri bókarinnar. Bókin fékk frábær viðbrögð og hefur verið að flakka á milli þess að fá 4,6 og 4,7 stjörnur af fimm mögulegum á Storytel. „Hún seldist líka vel, komst á Metsölulista Eymundsson einhverjar vikurnar sem reynslulausum höfund þótti skemmtilegt,“ segir Kjartan Atli. „Allir sem ég hef talað við sem lásu hana höfðu ótrúlega gaman af henni. Dóttir mín, sem er mjög kröfuharður lesandi elskaði hana. Og henni er alveg sama þó ég og mamma hennar séum að gefa út bækur sem fái fullt af stjörnum og tilnefningum og seljist vel, í skólanum montar hún sig af því að ég hafi fengið að skrifa bækurnar um Lóu og Börk með Kjartani,“ segir Bragi Páll. Eitt af skilyrðum útgáfunnar var að bækurnar yrðu þrjár talsins svo það var aldrei spurning um að halda áfram. Hann var því kominn með hugmynd fyrir allar þrjár bækurnar þegar sú fyrsta kom út. Kjartan Atli segir að skrifin hafi verið mjög lærdómsríkt ferli. „Eitt af því sem ég lærði var hversu gaman það er að fara í grunnskóla og lesa fyrir krakka. Ég vona að við fáum að fara í heimsókn í fleiri skóla þessa aðventuna. Svo lærði ég allskyns tæknileg atriði í uppbyggingu sagna. Ég lærði líka hvað góðir höfundar þurfa fá orð til að vekja upp hugrif lesenda. Bragi Páll er snillingur í því.“ Langskot í lífsháska. Kápa hönnuð á Brandenburg af Jóni Páli Halldórssyni. Treysta lesendum fyrir erfiðum tilfinningum Í þetta skiptið skrifuðu þeir framhaldsbókina saman. „Söguþráðurinn í Saman í liði var fullmótaðri í mínum huga þegar við Bragi Páll settumst niður í fyrsta sinn. Þessi var opnari þegar við lögðum af stað og við leyfðum okkur að fara á gott hugarflug. Hittingarnir okkar voru skemmtilegir og við vorum óhræddir við að prófa okkur áfram með söguþráðinn. Útkoman varð virkilega góð. Langskot í lífsháska er dýpri og margslungnari en Saman í liði. Skrifin vöktu upp fleiri tilfinningar en í fyrstu bók sem ég vona að skili sér til lesenda,“ segir Kjartan Atli. „Ég upplifði líka að við treystum ungum lesendum meira, bæði fyrir flóknara orðfæri og flóknari tilfinningum. Það er meira myrkur í þessari bók en þeirri fyrri og ég held að það endurspegli samtöl okkar við lesendur og þetta traust sem við berum til þeirra. Að ungt fólk geti alveg lesið um mikla reiði, um sjálfsefa, fólk á jaðrinum og um mikla sorg. Þau sjá þetta í lífinu í kringum sig, þess vegna er engin ástæða fyrir því að þau vilji ekki líka lesa það í bókmenntunum sínum,“ segir Bragi Páll. „Það eru skandalar, það eru slitin krossbönd, mótorhjólagengi og lögbrjótar. Við getum ekki gefið of mikið upp, en ég held að það þurfi engum að leiðast við lesturinn á þessari.“ Lausnin fannst á Gerðarsafni Kjartan Atli segir að í nýju bókinni séu Lóa og Börkur í hasar strax frá fyrstu blaðsíðu. „Þau takast á við vandamál innan vallar sem utan. Án þess að gefa of mikið upp þá fara þau til Bandaríkjanna í körfuboltabúðir. Eins og titillinn gefur til kynna lendir einhver í lífsháska og er framvindan vonandi óvænt og spennandi.“ Höfundarnir hittust reglulega en töluðu líka saman í síma og nýttu nýjustu tækni til að vinna bókina saman. „Við köstuðum allskonar hugmyndum á milli og mér er minnistæður sumardagur í Gerðasafni í Kópavogi þegar við fórum á þvílíkt flug, við vorum báðir komnir til Bandaríkjanna í huganum og æsispennandi lokakafli framvindunnar varð til,“ segir Kjartan Atli. „Stóra lausnin kom til okkar þarna á Gerðarsafni, af því okkur langaði soldið til þess að toppa okkur en vissum ekki alveg hvernig. Svo áttuðum við okkur á því að við vorum með öll hráefnin til þess að búa til mjög djúsí sögu. Það að skrifa bækur er að miklu leyti vinna við að finna brýr og lausnir á milli atburða og sú vinna er svo skemmtileg með Kjartani. Engar lausnir slegnar út af borðinu, við bara ruglum þangað til við lendum á einhverju sem er ekki rugl, og þá skrifum við það niður. Alveg sjúklega gefandi ferli,“ segir Bragi Páll. Ástfanginn af bókum og körfubolta Þeir segja að markmiðið hafi verið að skrifa gæðabók fyrir börn og unglinga en vildu líka kenna lesendum eitthvað, að bókin myndi skilja eitthvað eftir. „Ég held að bækurnar um Lóu og Börk kenni lesendum um sjónarhorn. Þær eru byggðar á dagbókum bæði Lóu og Barkar. Stundum skrifa þau um sama atburðinn en eru ósammála um hvað gerðist nákvæmlega. Svo tvinnast inn í fréttir sem lesandinn fær beint í æð. Þá fléttast þriðja sjónarhornið inn í, sjónarhorn fjölmiðla,“ segir Kjartan Atli. „Ég varð ástfanginn af bókum sem barn og unglingur, eins og líklega flestir sem lenda í því. Ég varð líka ástfanginn af körfubolta á sama tíma. Þannig þegar tækifærið til þess að bera út boðskapinn á þessum tveim hlutum með svona miklu fagmanni kom ekki annað til greina en að stökkva á það. Ég vona bara að þeir sem eignast þessa bók skemmti sér jafn vel við lesturinn og við gerðum við skrifin,“ segir Bragi Páll. Kjartan Atli hefur þjálfað börn og ungmenni í körfubolta frá árinu 2001 og hefur einnig kennt í grunnskóla. „Eitt sem ég hef lært er að börn koma manni alltaf á óvart. Einhvern veginn hélt ég að fyrri bókin væri fyrir kannski 7. bekk og upp úr. En yngri krakkar nutu bókarinnar líka. Ég held að hún spanni nokkuð vítt aldursbil en myndi segja að tíu til fimmtán ára krakkar hafi mest gaman að henni,“ svarar Kjartan Atli aðspurður fyrir hvaða aldurshóp bókin er skrifuð. Eins og þriðja barnið Aðspurður hvort bókin hafi aukið körfuboltaáhuga hér á landi svarar Bragi Páll: „Þær allavega draga ekki úr honum. Fyrirmyndir skipta máli, bæði raunverulegar og skapaðar, og bæði Lóa og Börkur eru frábærar fyrirmyndir, innan vallar sem og utan. Það er samt ekki þar með sagt að þau séu fullkomin. Þau eru bæði breisk, gera mistök, keppast við að læra af þeim. Ef það smitast eitthvað inn í Íslenska körfuboltamenningu þá er það bara frábært.“ Kjartan Atli efast um að bókin hafi haft einhver stórtæk áhrif á körfuboltaáhuga. „En hún talar inn í veruleika krakka sem eru í körfubolta. En þó er það ekki þannig að lesendur þurfi að stunda körfubolta til að finnast bækurnar spennandi.“ Kjartan atli er að fylgja eftir tveimur bókum hér á landi fyrir þessi jólin. „Langskot í lífsháska er önnur þeirra en hin kallast Stjörnurnar í NBA og fjallar um bestu leikmennina í NBA fyrr og síðar. Svo er þriðja bókin að koma út í Bandaríkjunum, undir titlinum Legends of the NBA. Það er önnur bókin sem við gefum út í samstarfi við útgáfufyrirtæki þar í landi. Auk þess er ég að þjálfa 12 og 13 ára stelpur hjá Stjörnunni og meistaraflokk karla á Álftanesi, stýri Subway körfuboltakvöldi og fleiri þáttum á Stöð 2 sport og er að plana jólin með fjölskyldunni minni frábæru. Nóg að gera í nóvember og desember,“ segir Kjartan Atli spenntur. „Þú lætur mig líta mjög illa út Kjartan, allt of mikið að gera hjá þér. Fyrir utan Lóu og Börk, er framundan hjá mér áframhaldandi skriftir, en ég er að vinna að bók sem kemur vonandi út á næsta ári. Svo er konan mín líka með bók um þessi jólin, og það að vera maki rithöfundar er pínu flókið í jólabókaflóðinu, sérstaklega þar sem við eigum tvö ung börn saman og dagskráin of þétt og á skrítnum tímum. Lóa og Börkur er svona eins og þriðja barnið mitt,“ segir Bragi Páll.
Menning Bókaútgáfa Krakkar Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta ferli kenndi mér að láta vaða“ „Erum við ekki flest rithöfundar inn við beinið?“ segir fjölmiðlamaðurinn og körfuboltaþjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson sem var að gefa út sína fyrstu barna- og unglingabók, Saman í liði. 12. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Þetta ferli kenndi mér að láta vaða“ „Erum við ekki flest rithöfundar inn við beinið?“ segir fjölmiðlamaðurinn og körfuboltaþjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson sem var að gefa út sína fyrstu barna- og unglingabók, Saman í liði. 12. nóvember 2021 09:00