Nú er í gangi landssöfnun fyrir nýju og hentugra húsnæði fyrir starfsemina, en þangað leita yfir 700 konur á ári eftir ráðgjöf og öruggu skjóli. Búið er að teikna hús og Kvennaathvarfið hefur fengið úthlutaðri lóð. Það þarf þó að fjármagna verkefnið svo það geti orðið að veruleika.
„Við erum að veita viðtöl fyrir konur utan dvalar og þau hafa farið úr því að vera um 500 á ári fyrir fjórum árum í að vera núna 1200 á ári.“

Linda segir að til þess að ná að halda allri starfseminni á sama stað þurfi stærra húsnæði og svo þarf líka að hugsa um aðgengnismálin. Þetta er fyrsta húsnæðið sem verður byggt sérstaklega sem Kvennaathvarf á fjörtíu árunum síðan athvarfið var stofnað af hópi kvenna.
„Það sem er yndislegt við Kvennaathvarfið er að við hugsum í lausnum. Við erum hluti af lausninni.“
Færri konur í dag fara aftur inn á ofbeldisheimilið og telur Linda að það tengist því að þær hafa rými til þess að vinna úr sínum málum, eftir að verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi.
„Við horfum bjartsýnar fram á veginn.“

Viðtalið við Lindu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Söfnunarnúmerin eru enn opin og hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér á Vísi og á Stöð 2+.
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf.
Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan:
- 907-1010- 1.000 krónur
- 907-1030 -3.000 krónur
- 907-1050-5.000 krónur
Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:
Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700