Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 11:27 Úkraínskir hermenn þurfa nú nánast eingöngu að reiða sig á 155 millimetra stórskotaliðsvopnakerfi frá Vesturlöndum. Framleiðslugeta vesturlanda á skotfærum í þau vopnakerfi dugar þó varla til. Getty/Metin Aktas Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. Í grein Foreign Policy er haft eftir embættismanni í Atlantshafsbandalaginu að þessar áhyggjur hafi aukist samhliða innrás Rússa í Úkraínu. Miðillinn segir að innan bandalagsins sé verið að ræða hvernig styðja megi við bakið á aðildarríkjum sem lendi í vandræðum með skotfærabirgðir sínar en á sama tíma hafi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagt mikilvægt að styðja Úkraínumenn áfram með vopnasendingum. Á tímum kalda stríðsins áttu Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu umfangsmiklar varabirgðir af vopnum og skotfærum, auk þess sem byggðir voru upp forðar af málmum og öðru sem til þarf að framleiða vopn og skotfæri í meira magni. Eftir fall Sovétríkjanna og aukna áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum lögð minni áhersla á þessar birgðir og dregið úr því magni sem haldið var til hliðar, bæði hvað varðar vopn og skotfæri og aðföng til að auka framleiðslu. Stórskotalilð hefur skipt sköpum í átökunum í Úkraínu.EPA/STRINGER Efins um að auka framleiðslugetu Þá segir FP að þrátt fyrir kröfur ráðamanna hafi forsvarsmenn vopnaframleiðenda dregið fæturna varðandi það að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu af ótta við að aukin eftirspurn eftir Javelin-eldflaugum, Stinger-flugskeytum, fallbyssuskotum, HIMARS-eldflaugum og öðru, sé ekki varanleg. Þessir forsvarsmenn eru sagðir óttast það að sitja uppi með stórar verksmiðjur og engar pantanir. Ríki Evrópu hafa átt í sérstökum vandræðum með það að auka framleiðslu. Bæði vegna áhugaleysis og getuleysis. Vísað er til Frakklands og umræðu sem átti sér stað þar eftir að Frakkar sendu sextán CAESAR stórskotaliðsvopnakerfi til Úkraínu í sumar. Þar fór af stað umræða um að fylla upp í eyðurnar með því að auka framleiðslu en þá kom í ljós að framleiðslugetan var ekki til staðar. Fyrrverandi aðstoðar-framkvæmdastjóri NATO, sagði í viðtali við Foreign Policy að í rauninni væru ekki mörg fyrirtæki í Evrópu sem gætu framleitt hlaup fyrir slík stórskotaliðsvopnakerfi. Slík vopnakerfi hafa þó reynst þau áhrifamestu í átökunum í Úkraínu. HIMARS-eldflaugavopnakerfi frá Vesturlöndum hafa reynst Úkraínumönnum gífurlega vel.EPA/HANNIBAL HANSCHKE Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið Úkraínumenn eru taldir vera svo gott sem búnir með birgðir sínar af 152 millimetra sprengikúlum í stórskotaliðsvopnakerfi þeirra frá tímum Sovétríkjanna og reiða sig nú á sendingar frá Vesturlöndum á 155 mm kúlum í vestræn vopnakerfi sem einnig hafa verið send til þeirra. Fregnir hafa sömuleiðis borist frá Moskvu af skorti frá skotfærum en Rússar hafa leitað til bæði Írans og Norður-Kóreu eftir meiri skotfærum. Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Í grein Foreign Policy er haft eftir embættismanni í Atlantshafsbandalaginu að þessar áhyggjur hafi aukist samhliða innrás Rússa í Úkraínu. Miðillinn segir að innan bandalagsins sé verið að ræða hvernig styðja megi við bakið á aðildarríkjum sem lendi í vandræðum með skotfærabirgðir sínar en á sama tíma hafi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagt mikilvægt að styðja Úkraínumenn áfram með vopnasendingum. Á tímum kalda stríðsins áttu Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu umfangsmiklar varabirgðir af vopnum og skotfærum, auk þess sem byggðir voru upp forðar af málmum og öðru sem til þarf að framleiða vopn og skotfæri í meira magni. Eftir fall Sovétríkjanna og aukna áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum lögð minni áhersla á þessar birgðir og dregið úr því magni sem haldið var til hliðar, bæði hvað varðar vopn og skotfæri og aðföng til að auka framleiðslu. Stórskotalilð hefur skipt sköpum í átökunum í Úkraínu.EPA/STRINGER Efins um að auka framleiðslugetu Þá segir FP að þrátt fyrir kröfur ráðamanna hafi forsvarsmenn vopnaframleiðenda dregið fæturna varðandi það að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu af ótta við að aukin eftirspurn eftir Javelin-eldflaugum, Stinger-flugskeytum, fallbyssuskotum, HIMARS-eldflaugum og öðru, sé ekki varanleg. Þessir forsvarsmenn eru sagðir óttast það að sitja uppi með stórar verksmiðjur og engar pantanir. Ríki Evrópu hafa átt í sérstökum vandræðum með það að auka framleiðslu. Bæði vegna áhugaleysis og getuleysis. Vísað er til Frakklands og umræðu sem átti sér stað þar eftir að Frakkar sendu sextán CAESAR stórskotaliðsvopnakerfi til Úkraínu í sumar. Þar fór af stað umræða um að fylla upp í eyðurnar með því að auka framleiðslu en þá kom í ljós að framleiðslugetan var ekki til staðar. Fyrrverandi aðstoðar-framkvæmdastjóri NATO, sagði í viðtali við Foreign Policy að í rauninni væru ekki mörg fyrirtæki í Evrópu sem gætu framleitt hlaup fyrir slík stórskotaliðsvopnakerfi. Slík vopnakerfi hafa þó reynst þau áhrifamestu í átökunum í Úkraínu. HIMARS-eldflaugavopnakerfi frá Vesturlöndum hafa reynst Úkraínumönnum gífurlega vel.EPA/HANNIBAL HANSCHKE Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið Úkraínumenn eru taldir vera svo gott sem búnir með birgðir sínar af 152 millimetra sprengikúlum í stórskotaliðsvopnakerfi þeirra frá tímum Sovétríkjanna og reiða sig nú á sendingar frá Vesturlöndum á 155 mm kúlum í vestræn vopnakerfi sem einnig hafa verið send til þeirra. Fregnir hafa sömuleiðis borist frá Moskvu af skorti frá skotfærum en Rússar hafa leitað til bæði Írans og Norður-Kóreu eftir meiri skotfærum.
Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19
Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05
Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. 21. nóvember 2022 07:30