„Ást er að hætta aldrei að reyna“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. nóvember 2022 11:32 Gerður Huld Arinbjarnardóttir og kærasti hennar Jakob hafa verið saman í rúm fjögur ár. Í viðtalsliðnum Ást er talar Gerður um ástina og hversu mikilvægt er að skipuleggja tíma fyrir rómantíkina og stefnumót. Hún segir rómantíkina liggja í litlu hlutunum, leggur mikinn metnaði í að halda í neistann í sambandinu og kýs símalaus stefnumót. Markaðsmanneskjan og kynlífstækjadrottningin Gerður Huld Arinbjarnardóttir talar um ástina í viðtali við Makamál. Kolféll á dansgólfinu Gerður, sem er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærasti hennar Jakob Fannar Hansen eru einstaklega samrýmd og hafa búið saman síðan 2018. Fyrstu kynnin voru þó um tveimur árum áður og segir Gerður þau hafa tekið sér góðan tíma í að kynnast og deita. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) Við kynntumst á djamminu og dönsuðum saman í marga klukkutíma. Ég féll alveg fyrir honum og vissi strax að þetta væri maður sem að mig langaði til að kynnast betur. Hvernig haldið þið neistanum lifandi í sambandinu? Jakob og Gerður eyða miklum tíma saman, enda eru þau bæði par og samstarfsfélagar. Gerður segir það stundum geta verið snúið að aðskila vinnuna frá persónulega lífinu en nauðsynlegt engu að síður. „Við erum mjög dugleg að rækta sambandið okkar. Við erum náttúrulega mjög mikið saman, því að við vinnum saman alla daga. En við pössum líka upp á að taka frá stundir fyrir okkur tvö og reynum að tala þá ekki um vinnuna, en það getur oft reynst snúið,“ segir Gerður og hlær. Hin gullna stefnumótaregla Til að að tryggja að það gefist pláss fyrir stefnumótin segir hún þau hafa komið sér heilagri stefnumótareglu ef svo má segja og virki það fyrirkomulag einstaklega vel. „Einu sinni í viku er stefnumótakvöld heima. Einu sinni í mánuði förum við eitthvað út á stefnumót og svo einu sinni á ári förum við í rómantíska ferð til útlanda, bara við tvö.“ Aðspurð um rómantíkina segir Gerður hana leynast í litlu hlutunum. Þegar hann kaupir uppáhalds súkkulaðið mitt í Bónus, án þess að það sé á innkaupalistanum. Eða þegar ég fer út á morgnanna og hann er búinn að hita bílinn minn og skafa hann. Jól í janúar Gerðu hefur verið áberandi í markaðsherferðum fyrir fyrirtæki sitt Blush en hún var valin markaðsmanneskja ársins 2021 af ÍMARK. Gerður og Jakob starfa saman að rekstri verslunarinnar Blush og segir hún þau hafa lært mikið á þessum árum varðandi skipulag og vinnuferla, sérstaklega þegar kemur að jólaundirbúningnum. „Núna byrjum við að undirbúa jólin í janúar, þá förum við að panta inn dagatölin okkar og plana allt í kringum þau,“ segir Gerður og vísar til svokallaðra fullorðins-dagatala Blush sem innihalda allskyns unaðsvörur ástarlífsins. Gerður segir dagatölin einstaklega vinsæl og seljist þau yfirleitt upp á örfáum vikum. Hún lætur jólastressið þó ekki þjaka sig og þakkar því góðu skipulagi. „Þegar ég var að byrja með Blush þá voru jólin yfirleitt meira stressandi. Núna höfum við lært af reynslunni og byrjum töluvert fyrr en áður að panta inn vörur og skipuleggja. Þess vegna er þetta orðið skemmtilegra og meira fjör.“ Auka gjöfin undir koddann á aðfangadagskvöld Er algengt að fólk gefi kynlífstæki eða unaðsvörur í jólagjöf? Já, það verður alltaf vinsælla og vinsælla með ári hverju. Þá sérstaklega að gefa makanum gjöf undir koddann. Svo eru sumir að koma til að kaupa auka gjöf, sem er þá opnuð uppi í rúmi seint á aðfangadagskvöld. Aðspurð hvað fólk sé helst að lauma í jólapakkann segir Gerður vörur frá þeirra eigin vörumerki, Reset, hafa verið það vinsælasta í jólapakkann í fyrra og alltaf séu að bætast nýjar vörur í safnið. „Annars er Womanizer tækið alltaf mjög vinsæll, enda dásamlegt sogtæki sem lang flestir elska.“ Hér fyrir neðan svarar Gerður spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ps. I Love You. via GIPHY Fyrsti kossinn: Hmmm, minn var í áttunda bekk úti í móa. En fyrsti kossinn okkar Jakobs var eftir annað deitið okkar. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Allt með Sam Smith. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Símalaust. Lagið „okkar“ er: Við erum ekki með eitthvað eitt lag, en uppáhaldið okkar núna er Light Switch. Uppáhaldsmaturinn minn: Indverskur matur. Fyrsta gjöfinni sem ég gaf kærastanum mínum: Airpods. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Skór. Ég elska að: Elda fyrir Jakob. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) Maðurinn minn er: Einlægur, þolinmóður, duglegur og klár. Rómantískasti staður á landinu er: Blue Lagoon retreat hótelið. Ást er: Að hætta aldrei að reyna. Hamingjusöm í sumarfríi. Ást er... Ástin og lífið Kynlíf Auglýsinga- og markaðsmál Jól Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Kolféll á dansgólfinu Gerður, sem er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærasti hennar Jakob Fannar Hansen eru einstaklega samrýmd og hafa búið saman síðan 2018. Fyrstu kynnin voru þó um tveimur árum áður og segir Gerður þau hafa tekið sér góðan tíma í að kynnast og deita. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) Við kynntumst á djamminu og dönsuðum saman í marga klukkutíma. Ég féll alveg fyrir honum og vissi strax að þetta væri maður sem að mig langaði til að kynnast betur. Hvernig haldið þið neistanum lifandi í sambandinu? Jakob og Gerður eyða miklum tíma saman, enda eru þau bæði par og samstarfsfélagar. Gerður segir það stundum geta verið snúið að aðskila vinnuna frá persónulega lífinu en nauðsynlegt engu að síður. „Við erum mjög dugleg að rækta sambandið okkar. Við erum náttúrulega mjög mikið saman, því að við vinnum saman alla daga. En við pössum líka upp á að taka frá stundir fyrir okkur tvö og reynum að tala þá ekki um vinnuna, en það getur oft reynst snúið,“ segir Gerður og hlær. Hin gullna stefnumótaregla Til að að tryggja að það gefist pláss fyrir stefnumótin segir hún þau hafa komið sér heilagri stefnumótareglu ef svo má segja og virki það fyrirkomulag einstaklega vel. „Einu sinni í viku er stefnumótakvöld heima. Einu sinni í mánuði förum við eitthvað út á stefnumót og svo einu sinni á ári förum við í rómantíska ferð til útlanda, bara við tvö.“ Aðspurð um rómantíkina segir Gerður hana leynast í litlu hlutunum. Þegar hann kaupir uppáhalds súkkulaðið mitt í Bónus, án þess að það sé á innkaupalistanum. Eða þegar ég fer út á morgnanna og hann er búinn að hita bílinn minn og skafa hann. Jól í janúar Gerðu hefur verið áberandi í markaðsherferðum fyrir fyrirtæki sitt Blush en hún var valin markaðsmanneskja ársins 2021 af ÍMARK. Gerður og Jakob starfa saman að rekstri verslunarinnar Blush og segir hún þau hafa lært mikið á þessum árum varðandi skipulag og vinnuferla, sérstaklega þegar kemur að jólaundirbúningnum. „Núna byrjum við að undirbúa jólin í janúar, þá förum við að panta inn dagatölin okkar og plana allt í kringum þau,“ segir Gerður og vísar til svokallaðra fullorðins-dagatala Blush sem innihalda allskyns unaðsvörur ástarlífsins. Gerður segir dagatölin einstaklega vinsæl og seljist þau yfirleitt upp á örfáum vikum. Hún lætur jólastressið þó ekki þjaka sig og þakkar því góðu skipulagi. „Þegar ég var að byrja með Blush þá voru jólin yfirleitt meira stressandi. Núna höfum við lært af reynslunni og byrjum töluvert fyrr en áður að panta inn vörur og skipuleggja. Þess vegna er þetta orðið skemmtilegra og meira fjör.“ Auka gjöfin undir koddann á aðfangadagskvöld Er algengt að fólk gefi kynlífstæki eða unaðsvörur í jólagjöf? Já, það verður alltaf vinsælla og vinsælla með ári hverju. Þá sérstaklega að gefa makanum gjöf undir koddann. Svo eru sumir að koma til að kaupa auka gjöf, sem er þá opnuð uppi í rúmi seint á aðfangadagskvöld. Aðspurð hvað fólk sé helst að lauma í jólapakkann segir Gerður vörur frá þeirra eigin vörumerki, Reset, hafa verið það vinsælasta í jólapakkann í fyrra og alltaf séu að bætast nýjar vörur í safnið. „Annars er Womanizer tækið alltaf mjög vinsæll, enda dásamlegt sogtæki sem lang flestir elska.“ Hér fyrir neðan svarar Gerður spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ps. I Love You. via GIPHY Fyrsti kossinn: Hmmm, minn var í áttunda bekk úti í móa. En fyrsti kossinn okkar Jakobs var eftir annað deitið okkar. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Allt með Sam Smith. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Símalaust. Lagið „okkar“ er: Við erum ekki með eitthvað eitt lag, en uppáhaldið okkar núna er Light Switch. Uppáhaldsmaturinn minn: Indverskur matur. Fyrsta gjöfinni sem ég gaf kærastanum mínum: Airpods. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Skór. Ég elska að: Elda fyrir Jakob. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) Maðurinn minn er: Einlægur, þolinmóður, duglegur og klár. Rómantískasti staður á landinu er: Blue Lagoon retreat hótelið. Ást er: Að hætta aldrei að reyna. Hamingjusöm í sumarfríi.
Ást er... Ástin og lífið Kynlíf Auglýsinga- og markaðsmál Jól Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira