Ronaldo yfirgefur United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 17:43 Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn seinasta leik fyrir Manchester United. James Gill - Danehouse/Getty Images Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira