„Ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 21:58 Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg er liðið lagði Val í Evrópudeildinni í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Flensburg með sjö mörk er þýska stórliðið vann fimm marka sigur gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur var gestur í setti að leik loknum. Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum. Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum.
Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30
„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54