Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2022 18:18 Ása Berglind Hjálmarsdóttir býr í elstu götunni í Þorlákshöfn. Hún er ættuð úr Selvogi. Arnar Halldórsson Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segja Þorlákshafnarbúar söguna af því hvernig Þorlákshöfn byrjaði. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi býr í einu elsta íbúðarhúsinu. Langamma hennar og fjölskylda voru meðal frumbyggja en amma hennar var þá unglingur. „Hún flutti úr Selvogi. Það voru rosamargir sem komu hingað úr Selvogi,“ segir Ása Berglind en fyrstu húsin byggðust upp við A, B og C-götu en göturnar fengu síðar önnur nöfn. Jóhann Davíðsson segir að B-gatan hafi verið kölluð barnagatan.Arnar Halldórsson Einn af þeim strákum sem þar ólust upp var Jóhann Davíðsson en hann bjó við B-götu til 18 ára aldurs. Hann bendir okkur á minnisvarða um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Selfossi, sem hann kallar föður Þorlákshafnar. Við vitann á Hafnarnesi minnast Ölfusingar þess að það var í þessari sveit sem landnámskonan Auður djúpúðga er sögð hafa fyrst stigið á land en verkið gerði Erlingur Ævar Jónsson. Minnismerkið um Auði djúpúðgu í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Til að rifja upp þessa elstu sögn um svæðið fer Jóhann með okkur á sandinn austan Þorlákshafnar, Hafnarskeið, en þar er sagt að Auður hafi strandað skipi sínu. Talið er að Þorlákshöfn hafi upphaflega heitið Elliðahöfn og að menn hafi snemma farið að róa héðan til fiskjar enda þótti þetta einn skársti lendingarstaðurinn á suðurströndinni. Lengi var bara einn sveitabær í Þorlákshöfn en hann var einnig notaður sem verbúð. Bak við stóru fiskvinnsluhúsin er upplýsingaskilti þar sem bæjarhúsin stóðu en þau voru rifin árið 1962. Tímamótin urðu þegar Kaupfélag Árnesinga undir stjórn Egils Thorarensen hóf uppbyggingu. Það byrjaði með stofnun útgerðarfélagsins Meitilsins árið 1949, sem gerði út fimm báta. Erlingur Ævar Jónsson skipstjóri flutti með fjölskylduna frá Eyrarbakka vegna betri hafnarskilyrða í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Erlingur Ævar Jónsson, sá sem gerði minnsmerkið um Auði djúpúðgu, var meðal þeirra sem réru frá Þorlákshöfn á þessum fyrstu árum, á bát frá Eyrarbakka. Höfnin þar þótti erfið og segir Erlingur að Þorlákshöfn hafi mikið til byggst upp vegna þess hversu erfitt var að róa frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Að því kom að Erlingur Ævar flutti frá Eyrarbakka og byggði hús yfir fjölskylduna í Þorlákshöfn. Þáttinn um Þorlákshöfn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla: Hér má sjá þátt um Selvoginn: Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segja Þorlákshafnarbúar söguna af því hvernig Þorlákshöfn byrjaði. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi býr í einu elsta íbúðarhúsinu. Langamma hennar og fjölskylda voru meðal frumbyggja en amma hennar var þá unglingur. „Hún flutti úr Selvogi. Það voru rosamargir sem komu hingað úr Selvogi,“ segir Ása Berglind en fyrstu húsin byggðust upp við A, B og C-götu en göturnar fengu síðar önnur nöfn. Jóhann Davíðsson segir að B-gatan hafi verið kölluð barnagatan.Arnar Halldórsson Einn af þeim strákum sem þar ólust upp var Jóhann Davíðsson en hann bjó við B-götu til 18 ára aldurs. Hann bendir okkur á minnisvarða um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Selfossi, sem hann kallar föður Þorlákshafnar. Við vitann á Hafnarnesi minnast Ölfusingar þess að það var í þessari sveit sem landnámskonan Auður djúpúðga er sögð hafa fyrst stigið á land en verkið gerði Erlingur Ævar Jónsson. Minnismerkið um Auði djúpúðgu í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Til að rifja upp þessa elstu sögn um svæðið fer Jóhann með okkur á sandinn austan Þorlákshafnar, Hafnarskeið, en þar er sagt að Auður hafi strandað skipi sínu. Talið er að Þorlákshöfn hafi upphaflega heitið Elliðahöfn og að menn hafi snemma farið að róa héðan til fiskjar enda þótti þetta einn skársti lendingarstaðurinn á suðurströndinni. Lengi var bara einn sveitabær í Þorlákshöfn en hann var einnig notaður sem verbúð. Bak við stóru fiskvinnsluhúsin er upplýsingaskilti þar sem bæjarhúsin stóðu en þau voru rifin árið 1962. Tímamótin urðu þegar Kaupfélag Árnesinga undir stjórn Egils Thorarensen hóf uppbyggingu. Það byrjaði með stofnun útgerðarfélagsins Meitilsins árið 1949, sem gerði út fimm báta. Erlingur Ævar Jónsson skipstjóri flutti með fjölskylduna frá Eyrarbakka vegna betri hafnarskilyrða í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Erlingur Ævar Jónsson, sá sem gerði minnsmerkið um Auði djúpúðgu, var meðal þeirra sem réru frá Þorlákshöfn á þessum fyrstu árum, á bát frá Eyrarbakka. Höfnin þar þótti erfið og segir Erlingur að Þorlákshöfn hafi mikið til byggst upp vegna þess hversu erfitt var að róa frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Að því kom að Erlingur Ævar flutti frá Eyrarbakka og byggði hús yfir fjölskylduna í Þorlákshöfn. Þáttinn um Þorlákshöfn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla: Hér má sjá þátt um Selvoginn:
Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”