Fjörutíu og níu dæmdir til dauða fyrir múgæðisaftöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2022 07:11 Fleiri en 90 létust í eldunum og fjöldi heimila brann. epa/STR Fjörutíu og níu einstaklingar hafa verið dæmdir til dauða í Alsír fyrir að hafa tekið þátt í múgæðisaftöku árið 2021. Fórnarlambið var listamaður sem hugðist aðstoða við að slökkva gróðureld en var myrtur þegar múgurinn ákvað að hann hefði kveikt eldinn. Morðið átti sér stað í Kabyle-héraðinu í norðausturhluta Alsír. Það vakti mikla athygli og reiði þegar myndskeiðum af því komust í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þegar morðið átti sér stað höfðu tugir látist í gróðureldum, þeirra á meðal hermenn sem voru kallaðir út til að berjast við eldana. Yfir 100 manns voru sóttir til saka vegna dauða Djamel Ben Ismail og margir fundnir sekir. Þeir sem voru dæmdir til dauða munu að öllum líkindum verja ævinni í fangelsi, þar sem stjórnvöld ákváðu fyrir mörgum áratugum að hætta aftökum. Þegar eldarnir geisuðu í ágúst 2021 tísti Ben Ismail að hann hygðist ferðast 320 kílómetra frá heimili sínu til að taka þátt í að slökkva eldana. Þegar hann kom til þorpsins Larbaa Nath Irathen sökuðu íbúar hann hins vegar um að hafa kveikt eldana, að því er virðist vegna þess að hann var aðkomumaður. Listamaðurinn leitaði skjóls á lögreglustöð en var dreginn út af íbúum. Meðal þeirra sem voru fundnir sekir um morðið á Ben Ismail voru maður og konur sem stungu hann, áður en kveikt var í honum. Þess ber að geta að meðal þeirra sem voru dæmdir fyrir morðið voru einstaklingar sem voru einnig fundnir sekir um að tilheyra hreyfingu aðskilnaðarsinna í Kabyle. Meðal þeirra var leiðtogi hreyfingarinnar, sem dvelur nú í Frakklandi. Yfirvöld í Alsír hafa sakað hreyfinguna um að hafa kveikt eldana. Alsír Dauðarefsingar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Morðið átti sér stað í Kabyle-héraðinu í norðausturhluta Alsír. Það vakti mikla athygli og reiði þegar myndskeiðum af því komust í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þegar morðið átti sér stað höfðu tugir látist í gróðureldum, þeirra á meðal hermenn sem voru kallaðir út til að berjast við eldana. Yfir 100 manns voru sóttir til saka vegna dauða Djamel Ben Ismail og margir fundnir sekir. Þeir sem voru dæmdir til dauða munu að öllum líkindum verja ævinni í fangelsi, þar sem stjórnvöld ákváðu fyrir mörgum áratugum að hætta aftökum. Þegar eldarnir geisuðu í ágúst 2021 tísti Ben Ismail að hann hygðist ferðast 320 kílómetra frá heimili sínu til að taka þátt í að slökkva eldana. Þegar hann kom til þorpsins Larbaa Nath Irathen sökuðu íbúar hann hins vegar um að hafa kveikt eldana, að því er virðist vegna þess að hann var aðkomumaður. Listamaðurinn leitaði skjóls á lögreglustöð en var dreginn út af íbúum. Meðal þeirra sem voru fundnir sekir um morðið á Ben Ismail voru maður og konur sem stungu hann, áður en kveikt var í honum. Þess ber að geta að meðal þeirra sem voru dæmdir fyrir morðið voru einstaklingar sem voru einnig fundnir sekir um að tilheyra hreyfingu aðskilnaðarsinna í Kabyle. Meðal þeirra var leiðtogi hreyfingarinnar, sem dvelur nú í Frakklandi. Yfirvöld í Alsír hafa sakað hreyfinguna um að hafa kveikt eldana.
Alsír Dauðarefsingar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira