Fjárlög ekki auðveldað kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2022 13:28 Kristrún segir ríkisstjórnina ekki hafa skapað gott umhverfi fyrir kjaraviðræður. Vísir Formaður Samfylkingarinnar segir ummæli seðlabankastjóra og annarra valdamanna um stöðu almennings í landinu hafa farið illa í fólk, enda erfiðir tímar hjá mörgum Íslendingum. Rikisstjórnin hafi ekki auðveldað umhverfið fyrir kjaraviðræður. Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira