Rottur og kakkalakkar herja á stórborgir Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. nóvember 2022 16:47 Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt. Getty Images Rottur og kakkalakkar herja nú á margar borgir Spánar. Gríðarlega aukningu þessara skaðræðisskepna má fyrst og fremst rekja til ómuna veðurblíðu í haust, en einnig til Covid farsóttarinnar. Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt. Spánn Skordýr Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt.
Spánn Skordýr Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira