Tendrun Óslóartrésins markar upphaf Aðventunnar í Reykjavík og því marga farið að hlakka til jóla.
Það var hátíðlegt á Austurvelli þegar fréttastofa mætti þangað síðdegis í dag. Fólk var þá farið að streyma að enda fyrsta sinn síðan 2019 sem Óslóartréð var tendrað við hátíðarhöld.
Hallgerður Kolbrún fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við gesti og gangandi.
„Já, þetta er gaman, það er gaman að koma og sjá fólkið í bænum og hafa einhvern svona lifandi atburð,“ sagði Gunnar sem mætti á Austurvöll ásamt konu sinni Lísu og dætrum þeirra Unni Fíu og Eddu.
Þau Arnar og Sara voru mætt með dóttur sína Emilíu og var Arnar ánægður með stemninguna.
„Þetta er eitthvað sem er búið að vera lifandi í mörg, mörg ár. Maður reynir að halda þessu lifandi.Það er kannski ekkert rosalega mikil jólastemning núna af því það er enginn snjór.“