Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 11:53 Verkefnin hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði hinsegin málefna. Vísir/Vilhelm Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira