Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 07:00 Loftnet BlueWalker 3 er meira en 64 fermetrar. Gervihnötturinn er bjartari en nær öll önnur fyrirbæri á næturhimninum. AP/Business Wire Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. Geimferða- og fjarskiptafyrirtæki eru þegar byrjuð að senda örgervihnetti á braut um jörðu. Sumir þeirra, eins og Starlink-gervihnattaþyrping SpaceX, knýja háhraðainternet úr geimnum sem á að nýtast fólki á afskekktum stöðum eða hamfarasvæðum. Úkraínuher hefur meðal annars reitt sig á Starlink til að verjast innrás Rússa. Stjarnvísindamenn sem rannsaka himingeiminn með sjónaukum frá jörðu niðri hafa kvartað undan því að herskarar örgervihnatta spilli fyrir athugunum þeirra þegar þeir þjóta í gegnum sjónsvið sjónaukanna. Á myndum sjónauka sem eru næmir koma örgervihnettirnir fram sem skærar rákir sem hylja allt sem á bak við þær leynast. Nú þegar þurfa stjörnufræðingar að skipuleggja athuganir sínar til þess að forðast gervihnattaþyrpingarnar. Það verkefni gæi reynst ómögulegt þegar sífellt fleiri og bjartari gervihnettir fylla himininn. Ólíkt Starlink og öðrum örgervihnöttum er BlueWalker 3-gervihnötturinn sem fyrirtækið AST SpaceMobile, sem er með höfuðstöðvar í Texas í Bandaríkjunum, skaut á loft í september í fullri stærð og meira til. Hnötturinn er á lágri braut um jörðu en tilgangurinn hans er vera fjarskiptamastur fyrir farsíma í geimnum. Í þeim tilgangi er hann með risavaxið loftnet, rúma 64 fermetra að flatarmáli. Aldrei áður hefur gervihnöttur sem rekin er í viðskiptalegum tilgangi verið með svo stórt loftnet á lágri braut um jörðu. Athuganir staðfestu nýlega að loftnetið endurvarpar svo miklu ljósi að gervihnötturinn er eitt bjartasta fyrirbærið á himinum þar sem hann fer um, bjartari en tæp 99 prósent af öllum sjáanlegum stjörnum. BlueWalker 3 er aðeins frumgerð en AST SpaceMobile áformar að skjótast 168 enn stærri gervihnöttum á braut um jörðu á næstu árum. History is unfolding! We've deployed #BlueWalker3's 693-square-foot array, which is now the largest-ever commercial communications array in low Earth orbit.Read more about this important milestone here: https://t.co/4kupfxn3vO pic.twitter.com/KnE9CeWOCT— AST SpaceMobile (@AST_SpaceMobile) November 14, 2022 Meiriháttar breyting á vandamálinu Það er ekki aðeins birtan frá sveimi slíkra gervihnatta sem veldur stjörnufræðingum áhyggjum heldur útvarpsmerkin sem þeir senda frá sér. Ólíkt fjarskiptamöstrum á jörðu niðri þurfa gervihnettirnir ekki að sæta takmörkunum á útvarpstruflunum sem er ætlað að vernda útvarpssjónauka og fleiri rannsóknir. Þannig gætu gervihnettirnir spillt fyrir stjörnurfræðiathugunum á útvarpssviðinu, landmælingum og stjarneðlisfræðitilraunum. „BlueWalker 3 er meiriháttar breyting á vandamálinu með gervihnattaþyrpingar og við ætti að vera okkur öllum tilefni til þess að staldra við,“ segir Piero Benvenuti, framkvæmdastjóri verkefnis um vernd næturhiminsins fyrir gervihnattaþyrpingum hjá Alþjóðastjörnufræðisambandinu (IAU). Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í byrjun vikunnar þar sem það lýsti yfir áhyggjum af áhrifum BlueWalker 3 og áformum AST SpaceMobile sérstaklega á stjörnufræðiathuganir. Þrátt fyrir að gervihnettirnir gætu verið mikilvægir í að bæta fjarskipti í heiminum þá muni truflanir þeirra á athuganir verulega hindra framþróun í skilningi mannkynsins á alheiminum. Þess vegna ætti að gæti að hliðaráhrifum hnattanna og grípa til ráðstafana til þess að lágmarka áhrif þeirra á stjörnufræðiathuganir. Útvarpssjónaukar eru byggðir fjarri mannabyggðum til þess að lágmarka truflanir af völdum alls kyns útvarpsmerkja. Rannsóknir þeirra voru erfiðar fyrir en nú gætu þeir þurft að glíma við sterk útvarpsmerki frá gervihnöttum á braut um jörðu.Vísir/Getty Ekki nógu mörg fjögurra stafa orð í orðaforðanum um hryllinginn Gervihnettir AST SpaceMobile eru svo bjartir að þeir gætu jafnvel skemmt viðkvæman rafeindabúnað sjónaukamyndavéla og myndavéla áhugastjörnufræðinga, að því er kom fram í grein um áhrif gervihnattaþyrpinga í tímaritinu Scientific American fyrr í þessum mánuði. Í henni var þyrpingunum lýst sem tilvistarlegri ógn við stjörnufræði. SpaceX hefur reynt að dekkja Starlink-gervihnetti sína til þess að lágmarka áhrif þeirra á stjörnufræði en hnettirnir eru engu að síður sjáanlegir. Önnur fyrirtæki huga ekkert að því. AST SpaceMobile segir að frumgerðin sem nú er á braut um jörðu eigi að veita upplýsingar um byggingarefni gervihnattarins og birtustig hans. Fyrirtækið vinni með sérfræðingum og bandarísk geimvísindastofnuninni NASA að því að bregðast við áhyggjum af bjarmanum frá gervihnöttunum. Alþjóðastjörnufræðisambandið segist hafa sent fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) bréf til að hvetja hana til þess að taka áhrif gervihnattaþyrpinga á stjörnufræði, ásýnd næturhiminsins og umhverfið með í reikninginn. FCC hefur sagst ætla að setja á fót sérstaka deild til þess að taka á þessum málum. Á meðan engjast stjörnufræðingar um af kvíða um að möguleikar þeirra á að rannsaka alheiminn verði verulegar skertir. „Ég hef ekki nógu mörg fjögurra stafa orð í orðaforða mínum til þess að lýsa nægjanlega viðbrögðum mínum við þessum hryllingi. Tímabil viðskiptavædds geims er runnið upp og það verður aðeins ljótara, mun ljótara, héðan í frá,“ tísti Carolyn Porco, reikistjörnufræðingur sem vann við Voyager- og Cassini-leiðangrana um fréttirnar af BlueWalker 3. Fleiri stjörnufræðingar hafa tekið í svipaðan streng. You thought Starlink was bad? (It is!)The new BlueWalker 3 satellite, which has a 64 m^2 antenna area, has jumped into the TOP TWENTY BRIGHTEST STARS IN THE SKY at max brightness.Brighter than DENEB, of Summer Triangle fame.That's bad, y'all.https://t.co/ghJSBaNh9U pic.twitter.com/NIyrNWV39G— Dr. Jessie Christiansen (@aussiastronomer) November 28, 2022 Geimurinn Vísindi Fjarskipti Tengdar fréttir Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Geimferða- og fjarskiptafyrirtæki eru þegar byrjuð að senda örgervihnetti á braut um jörðu. Sumir þeirra, eins og Starlink-gervihnattaþyrping SpaceX, knýja háhraðainternet úr geimnum sem á að nýtast fólki á afskekktum stöðum eða hamfarasvæðum. Úkraínuher hefur meðal annars reitt sig á Starlink til að verjast innrás Rússa. Stjarnvísindamenn sem rannsaka himingeiminn með sjónaukum frá jörðu niðri hafa kvartað undan því að herskarar örgervihnatta spilli fyrir athugunum þeirra þegar þeir þjóta í gegnum sjónsvið sjónaukanna. Á myndum sjónauka sem eru næmir koma örgervihnettirnir fram sem skærar rákir sem hylja allt sem á bak við þær leynast. Nú þegar þurfa stjörnufræðingar að skipuleggja athuganir sínar til þess að forðast gervihnattaþyrpingarnar. Það verkefni gæi reynst ómögulegt þegar sífellt fleiri og bjartari gervihnettir fylla himininn. Ólíkt Starlink og öðrum örgervihnöttum er BlueWalker 3-gervihnötturinn sem fyrirtækið AST SpaceMobile, sem er með höfuðstöðvar í Texas í Bandaríkjunum, skaut á loft í september í fullri stærð og meira til. Hnötturinn er á lágri braut um jörðu en tilgangurinn hans er vera fjarskiptamastur fyrir farsíma í geimnum. Í þeim tilgangi er hann með risavaxið loftnet, rúma 64 fermetra að flatarmáli. Aldrei áður hefur gervihnöttur sem rekin er í viðskiptalegum tilgangi verið með svo stórt loftnet á lágri braut um jörðu. Athuganir staðfestu nýlega að loftnetið endurvarpar svo miklu ljósi að gervihnötturinn er eitt bjartasta fyrirbærið á himinum þar sem hann fer um, bjartari en tæp 99 prósent af öllum sjáanlegum stjörnum. BlueWalker 3 er aðeins frumgerð en AST SpaceMobile áformar að skjótast 168 enn stærri gervihnöttum á braut um jörðu á næstu árum. History is unfolding! We've deployed #BlueWalker3's 693-square-foot array, which is now the largest-ever commercial communications array in low Earth orbit.Read more about this important milestone here: https://t.co/4kupfxn3vO pic.twitter.com/KnE9CeWOCT— AST SpaceMobile (@AST_SpaceMobile) November 14, 2022 Meiriháttar breyting á vandamálinu Það er ekki aðeins birtan frá sveimi slíkra gervihnatta sem veldur stjörnufræðingum áhyggjum heldur útvarpsmerkin sem þeir senda frá sér. Ólíkt fjarskiptamöstrum á jörðu niðri þurfa gervihnettirnir ekki að sæta takmörkunum á útvarpstruflunum sem er ætlað að vernda útvarpssjónauka og fleiri rannsóknir. Þannig gætu gervihnettirnir spillt fyrir stjörnurfræðiathugunum á útvarpssviðinu, landmælingum og stjarneðlisfræðitilraunum. „BlueWalker 3 er meiriháttar breyting á vandamálinu með gervihnattaþyrpingar og við ætti að vera okkur öllum tilefni til þess að staldra við,“ segir Piero Benvenuti, framkvæmdastjóri verkefnis um vernd næturhiminsins fyrir gervihnattaþyrpingum hjá Alþjóðastjörnufræðisambandinu (IAU). Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í byrjun vikunnar þar sem það lýsti yfir áhyggjum af áhrifum BlueWalker 3 og áformum AST SpaceMobile sérstaklega á stjörnufræðiathuganir. Þrátt fyrir að gervihnettirnir gætu verið mikilvægir í að bæta fjarskipti í heiminum þá muni truflanir þeirra á athuganir verulega hindra framþróun í skilningi mannkynsins á alheiminum. Þess vegna ætti að gæti að hliðaráhrifum hnattanna og grípa til ráðstafana til þess að lágmarka áhrif þeirra á stjörnufræðiathuganir. Útvarpssjónaukar eru byggðir fjarri mannabyggðum til þess að lágmarka truflanir af völdum alls kyns útvarpsmerkja. Rannsóknir þeirra voru erfiðar fyrir en nú gætu þeir þurft að glíma við sterk útvarpsmerki frá gervihnöttum á braut um jörðu.Vísir/Getty Ekki nógu mörg fjögurra stafa orð í orðaforðanum um hryllinginn Gervihnettir AST SpaceMobile eru svo bjartir að þeir gætu jafnvel skemmt viðkvæman rafeindabúnað sjónaukamyndavéla og myndavéla áhugastjörnufræðinga, að því er kom fram í grein um áhrif gervihnattaþyrpinga í tímaritinu Scientific American fyrr í þessum mánuði. Í henni var þyrpingunum lýst sem tilvistarlegri ógn við stjörnufræði. SpaceX hefur reynt að dekkja Starlink-gervihnetti sína til þess að lágmarka áhrif þeirra á stjörnufræði en hnettirnir eru engu að síður sjáanlegir. Önnur fyrirtæki huga ekkert að því. AST SpaceMobile segir að frumgerðin sem nú er á braut um jörðu eigi að veita upplýsingar um byggingarefni gervihnattarins og birtustig hans. Fyrirtækið vinni með sérfræðingum og bandarísk geimvísindastofnuninni NASA að því að bregðast við áhyggjum af bjarmanum frá gervihnöttunum. Alþjóðastjörnufræðisambandið segist hafa sent fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) bréf til að hvetja hana til þess að taka áhrif gervihnattaþyrpinga á stjörnufræði, ásýnd næturhiminsins og umhverfið með í reikninginn. FCC hefur sagst ætla að setja á fót sérstaka deild til þess að taka á þessum málum. Á meðan engjast stjörnufræðingar um af kvíða um að möguleikar þeirra á að rannsaka alheiminn verði verulegar skertir. „Ég hef ekki nógu mörg fjögurra stafa orð í orðaforða mínum til þess að lýsa nægjanlega viðbrögðum mínum við þessum hryllingi. Tímabil viðskiptavædds geims er runnið upp og það verður aðeins ljótara, mun ljótara, héðan í frá,“ tísti Carolyn Porco, reikistjörnufræðingur sem vann við Voyager- og Cassini-leiðangrana um fréttirnar af BlueWalker 3. Fleiri stjörnufræðingar hafa tekið í svipaðan streng. You thought Starlink was bad? (It is!)The new BlueWalker 3 satellite, which has a 64 m^2 antenna area, has jumped into the TOP TWENTY BRIGHTEST STARS IN THE SKY at max brightness.Brighter than DENEB, of Summer Triangle fame.That's bad, y'all.https://t.co/ghJSBaNh9U pic.twitter.com/NIyrNWV39G— Dr. Jessie Christiansen (@aussiastronomer) November 28, 2022
Geimurinn Vísindi Fjarskipti Tengdar fréttir Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20
Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent