Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 16:00 Teikning listamanns af svartholi í miðjum klíðum að gleypa stjörnu. Hún rifnar í sundur og myndar glóandi efnisskífu utan um svartholið í miðjunni. Strókar efnis og geislunar standa út frá pólum svartholsins. Í tilfelli AT2022cmc beindist strókurinn nánast beint að jörðinni. ESO/M.Kornmesser Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola. Geimurinn Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira