Gagnrýndu ferðalög meirihlutans og óskuðu svara um kostnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2022 11:03 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Einar Þorsteinsson eru á leið til útlanda. Þetta gagnrýna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru utanlandsferðir fulltrúa meirihlutans nokkuð hugleiknar á borgarráðsfundi í síðustu viku. Í bókunum segir Flokkur fólksins að margt smátt geri eitt stórt og leggur til að fulltrúar notist við fjarfundabúnað. Á fundinum, sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn, voru lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um fyrirhugaðar ferðir staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum og forseta borgjarstjórnar til Brussel. „Formaður borgarráðs vill fara til Þórshafnar“ og „Forseti borgarstjórnar vill fara til Brussel“ segir í bókunum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. „Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu.“ Áheyrnafulltrúinn, Kolbrún Baldursdóttir, segist vilja velta því upp hvort ekki sé sjálfsagt að gæta hófs í ferðum erlendis og að eingöngu verði farið í undantekningartilfellum. „Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ segir í bókununum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um ferðirnar, þar sem óskað var upplýsinga um kostnað borgarinnar vegna þeirra. Þá voru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Parísar ásamt aðstoðarmanni, til Kaupmannahafnar fyrr í vikunni, til Barcelona í síðustu viku og til Amsterdam í síðasta mánuði. „Óskað er eftir þessum upplýsingum sem fyrst enda ljóst að áfallinn kostnaður vegna ferða, sem þegar hafa verið farnar, liggur fyrir í kerfinu,“ segir í fyrirspurninni, sem var á fundinum vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Á fundinum, sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn, voru lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um fyrirhugaðar ferðir staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum og forseta borgjarstjórnar til Brussel. „Formaður borgarráðs vill fara til Þórshafnar“ og „Forseti borgarstjórnar vill fara til Brussel“ segir í bókunum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. „Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu.“ Áheyrnafulltrúinn, Kolbrún Baldursdóttir, segist vilja velta því upp hvort ekki sé sjálfsagt að gæta hófs í ferðum erlendis og að eingöngu verði farið í undantekningartilfellum. „Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ segir í bókununum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um ferðirnar, þar sem óskað var upplýsinga um kostnað borgarinnar vegna þeirra. Þá voru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Parísar ásamt aðstoðarmanni, til Kaupmannahafnar fyrr í vikunni, til Barcelona í síðustu viku og til Amsterdam í síðasta mánuði. „Óskað er eftir þessum upplýsingum sem fyrst enda ljóst að áfallinn kostnaður vegna ferða, sem þegar hafa verið farnar, liggur fyrir í kerfinu,“ segir í fyrirspurninni, sem var á fundinum vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent