Frá þessu segir í tilkynningu, en bæði fyrirtækin hafa annast viðgerðar- og viðhaldsþjónustu á skipum ásamt málmsmíði og þjónustu við stóriðju og iðnaðarfyrirtæki.
„Með kaupunum eru aðilar sannfærðir um að til verði sterkari eining sem gerir aðilum betur kleift að takast á við alþjóðlegan samkeppnismarkað í skipaviðgerðum ásamt því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu og hafi bolmagn til þess að takast á við stærri verkefni.
KPMG er ráðgjafi beggja aðila í viðskiptunum,“ segir í tilkynningunni.