Dómarar fúlir út í Fótbolta.net og mótið blásið af Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2022 08:01 Egill Arnar Sigurþórsson við störf í leik hjá FH sem er eitt þeirra liða sem spilað hafa á Fótbolta.net-mótinu. Hann er formaður Félags deildardómara. VÍSIR/VILHELM Félag deildardómara (FDD) í fótbolta hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á hinu árlega Fótbolta.net-móti, vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins. Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti