Sólborg valin framúrskarandi ungur Íslendingur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 20:56 Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI. Sólborg var tilnefnd fyrir framlag sitt og afrek á sviði menntamála en JCI hreyfingin á Íslandi veitir verðlaunin á hverju ári. Guðni Th, Sólborg og Ríkey Jóna, landsforseti JCI „Verðlaunin eru veitt ungu fólki á aldrinum 18 til 40 ára sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og eru þau hugsuð sem hvatning til áframhaldandi góðra verka. Þau eru á sama tíma innblástur og hvatning til okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag,“ segir í tilkynningu frá JCI. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. Brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna Um Sólborgu og tilnefninguna segir í tilkynningu: Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún berst gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu, hefur hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. Árið 2016 stofnaði Sólborg instagram reikninginn Fávitar en þar fræddi hún ungt fólk um kynlíf, samskipti og fordóma en aðgangurinn hætti göngu sinni árið 2020. Eftir að hafa byrjað að birta skjáskot og dónaleg skilaboð sem hún hafði fengið sjálf þá endaði það með því í að reikningurinn varð af því sem það er orðið í dag. Í kjölfar reikningsins þá skrifaði hún og gaf út bækurnar Fávitar og Aðeins færri fávitar en þriðja bókin, Fávitar og fjölbreytileikinn kom út í nóvember 2022. Allar bækurnar eiga það sameiginlegt að vera fræðslubækur fyrir ungt fólk og fjalla um kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika. Í fyrstu tveimur bókunum tekur Sólborg meðal annars saman spurningar sem henni hafa borist og svör, vangaveltur unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd er svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Nýjasta bókin leggur svo áherslu á það að fræða unga sem aldna um alla liti regnbogans á mannamáli og auka þannig skilning almennings á fjölbreytileika samfélagsins. Bækurnar hafa verið nýttar í kennslu í mörgum grunn- og framhaldsskólum um allt land. Frá því Sólborg stofnaði reikningin Fávitar hefur hún haldið fjölda fyrirlestra í grunnskólum og framhaldsskólum um land allt og frætt ungmenni um kynlíf, samskipti og mörk svo eitthvað sé nefnt. Hún hlaut Uppreisnarverðlaunin í maí 2020 en verðlaunin eru veitt af Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Verðlaunin eru veitt sem viðurkenning og þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi hreyfingarinnar. Hún hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki en hún hefur stuðlað að þessum gildum, sér í lagi í þágu kynfrelsis. Auk þess að vera góð fyrirmynd, rithöfundur og brautryðjandi í sínu máli þá er Sólborg einnig tónlistarkona en hún notar sviðsnafnið Suncity en það er beinþýðing af nafninu hennar. Hún hefur gefið út nokkur lög, skrifaði undir samning hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims, Sony Music árið 2020 ásamt því tók hún þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2018 og 2022. Sólborg leiddi einnig starfshóp hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem vann tillögur um markvissari kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi sumarið 2021. 10 einstaklingar hlutu viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna og dómnefnd velur síðan 10 einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Aðrir sem voru tilnefndir í ár eru Anna Sæunn Ólafsdóttir, Björn Grétar Baldursson, Daníel E. Arnarsson, Embla Gabríela Börgesdóttir Wigum, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Ingvi Hrannar Ómarsson ,Stefán Ólafur Stefánsson, Viktor Ómarsson og Vivien Nagy. Forseti Íslands Mannréttindi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI. Sólborg var tilnefnd fyrir framlag sitt og afrek á sviði menntamála en JCI hreyfingin á Íslandi veitir verðlaunin á hverju ári. Guðni Th, Sólborg og Ríkey Jóna, landsforseti JCI „Verðlaunin eru veitt ungu fólki á aldrinum 18 til 40 ára sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og eru þau hugsuð sem hvatning til áframhaldandi góðra verka. Þau eru á sama tíma innblástur og hvatning til okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag,“ segir í tilkynningu frá JCI. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. Brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna Um Sólborgu og tilnefninguna segir í tilkynningu: Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún berst gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu, hefur hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. Árið 2016 stofnaði Sólborg instagram reikninginn Fávitar en þar fræddi hún ungt fólk um kynlíf, samskipti og fordóma en aðgangurinn hætti göngu sinni árið 2020. Eftir að hafa byrjað að birta skjáskot og dónaleg skilaboð sem hún hafði fengið sjálf þá endaði það með því í að reikningurinn varð af því sem það er orðið í dag. Í kjölfar reikningsins þá skrifaði hún og gaf út bækurnar Fávitar og Aðeins færri fávitar en þriðja bókin, Fávitar og fjölbreytileikinn kom út í nóvember 2022. Allar bækurnar eiga það sameiginlegt að vera fræðslubækur fyrir ungt fólk og fjalla um kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika. Í fyrstu tveimur bókunum tekur Sólborg meðal annars saman spurningar sem henni hafa borist og svör, vangaveltur unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd er svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Nýjasta bókin leggur svo áherslu á það að fræða unga sem aldna um alla liti regnbogans á mannamáli og auka þannig skilning almennings á fjölbreytileika samfélagsins. Bækurnar hafa verið nýttar í kennslu í mörgum grunn- og framhaldsskólum um allt land. Frá því Sólborg stofnaði reikningin Fávitar hefur hún haldið fjölda fyrirlestra í grunnskólum og framhaldsskólum um land allt og frætt ungmenni um kynlíf, samskipti og mörk svo eitthvað sé nefnt. Hún hlaut Uppreisnarverðlaunin í maí 2020 en verðlaunin eru veitt af Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Verðlaunin eru veitt sem viðurkenning og þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi hreyfingarinnar. Hún hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki en hún hefur stuðlað að þessum gildum, sér í lagi í þágu kynfrelsis. Auk þess að vera góð fyrirmynd, rithöfundur og brautryðjandi í sínu máli þá er Sólborg einnig tónlistarkona en hún notar sviðsnafnið Suncity en það er beinþýðing af nafninu hennar. Hún hefur gefið út nokkur lög, skrifaði undir samning hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims, Sony Music árið 2020 ásamt því tók hún þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2018 og 2022. Sólborg leiddi einnig starfshóp hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem vann tillögur um markvissari kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi sumarið 2021. 10 einstaklingar hlutu viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna og dómnefnd velur síðan 10 einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Aðrir sem voru tilnefndir í ár eru Anna Sæunn Ólafsdóttir, Björn Grétar Baldursson, Daníel E. Arnarsson, Embla Gabríela Börgesdóttir Wigum, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Ingvi Hrannar Ómarsson ,Stefán Ólafur Stefánsson, Viktor Ómarsson og Vivien Nagy.
Forseti Íslands Mannréttindi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira