Jón Baldvin fékk tveggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2022 14:09 Jón Baldvin var ekki viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í dag fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og áfrýjunarkostnað vegna málsins. Verjandi Jóns Baldvins segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Málið snýr að ásökunum Carmenar Jóhannsdóttur sem sakaði Jón Baldvin um að hafa strokið rassi hennar í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en málinu var endurtekið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Jón Baldvin var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins fyrir rúmu ári en héraðssaksóknari hafði farið fram á að hann yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Kröfu Carmenar um miskabætur var á sama tíma vísað frá dómi en hún krafðist einnar milljónar króna. Neitaði alfarið sök Forsaga málsins er sú að Carmen og móðir hennar, Laufey Ósk Arnórsdóttir, voru stödd í matarboði heima hjá Jóni Baldvini þann 16. júní 2018 þar sem Bryndís Schram, eiginkona Jóns, og nágrannakona þeirra voru einnig viðstödd. Carmen og móðir hennar héldu því fram að Jón Baldvin hefði káfað á rassi Carmenar utanklæða þegar hún hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Hún hafi þá sest niður í áfalli og móður hennar sagt Jóni að biðjast afsökunar þar sem hún sagðist hafa séð hann káfa á rassi Carmenar. Sjálfur neitaði Jón Baldvin alfarið sök og taldi að tvær skýringar gætu legið að baki þess að mæðgurnar lögðu fram ásakanirnar. Annars vegar að þeim hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að þær hefðu undirbúið málið fyrir fram, komið í heimsókn til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Héraðsdómur mat það sem svo að vitnisburður Laufeyjar hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Á sama tíma hafði neitun Jóns fengið stoð í vitnisburði Bryndísar og nágrannakonu þeirra. Landsréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu og dæmdi Jón Baldvin í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að framburður Carmenar hafi verið trúverðugur og fengið stoð í vitnisburði móður hennar. Það hafi vegið þyngra en neitun Jóns Baldvins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Jóns Baldvins, segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Dóminn má lesa hér. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. 8. nóvember 2021 11:33 Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Málið snýr að ásökunum Carmenar Jóhannsdóttur sem sakaði Jón Baldvin um að hafa strokið rassi hennar í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en málinu var endurtekið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Jón Baldvin var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins fyrir rúmu ári en héraðssaksóknari hafði farið fram á að hann yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Kröfu Carmenar um miskabætur var á sama tíma vísað frá dómi en hún krafðist einnar milljónar króna. Neitaði alfarið sök Forsaga málsins er sú að Carmen og móðir hennar, Laufey Ósk Arnórsdóttir, voru stödd í matarboði heima hjá Jóni Baldvini þann 16. júní 2018 þar sem Bryndís Schram, eiginkona Jóns, og nágrannakona þeirra voru einnig viðstödd. Carmen og móðir hennar héldu því fram að Jón Baldvin hefði káfað á rassi Carmenar utanklæða þegar hún hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Hún hafi þá sest niður í áfalli og móður hennar sagt Jóni að biðjast afsökunar þar sem hún sagðist hafa séð hann káfa á rassi Carmenar. Sjálfur neitaði Jón Baldvin alfarið sök og taldi að tvær skýringar gætu legið að baki þess að mæðgurnar lögðu fram ásakanirnar. Annars vegar að þeim hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að þær hefðu undirbúið málið fyrir fram, komið í heimsókn til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Héraðsdómur mat það sem svo að vitnisburður Laufeyjar hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Á sama tíma hafði neitun Jóns fengið stoð í vitnisburði Bryndísar og nágrannakonu þeirra. Landsréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu og dæmdi Jón Baldvin í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að framburður Carmenar hafi verið trúverðugur og fengið stoð í vitnisburði móður hennar. Það hafi vegið þyngra en neitun Jóns Baldvins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Jóns Baldvins, segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Dóminn má lesa hér.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. 8. nóvember 2021 11:33 Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30
Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. 8. nóvember 2021 11:33
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10