Verða að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. desember 2022 10:17 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, í viðtali um hagræðingaraðgerðir borgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Stöð 2 Bæta verður undirliggjandi rekstur Reykjavíkurborgar til þess að stöðva margmilljarða króna hallarekstur hennar, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs. Hann segir tillögur um að lækka laun borgarfulltrúa popúlisma. Borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti 92 hagræðingaraðgerðir til þess að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Rekstur A-hlutans var neikvæður um rúmlega ellefu milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins, langt umfram þann 1,6 milljarða króna halla sem reiknað hafði verið með. Á meðal hagræðingaraðgerðanna er draga úr fjárfestingum upp á fimm milljarða á næstu árum, lækka fundarkostnað borgarstjórnar, fresta ráðningum á skrifstofu borgarstjóra og borgarrita, fækka listsýningum og bjóða út mat fyrir leikskóla borgarinnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi áformin í gær. „Kroppað“ væri í reksturinn hér og þar en aðgerðirnar væru mátt- og haglausar. Skera ætti niður útgjöld til matarkaupa fyrir leikskólabörn um hundrað milljónir króna en lítið gert til þess að hrófla við fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu. „Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu,“ sagði Hildur í viðtali við Stöð 2 í gær. Popúlismi að leggja til lækkun launa þeirra hæst launuðu Einar sagði þessar kveðjur Hildar kaldar í ljósi þess að hagræðingaraðgerðirnar væru þær mestu frá hruni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gerð væri hagræðingarkrafa um eitt prósent á öll svið auks þess að reksturinn yrði ekki verðbættur. Sú hagræðingarkrafa ofan á aðgerðirnar 92 og ýmsar umbótaáætlarnir sem ráðist yrði í ættu að skila um fimmtán milljarða króna hagræðingu yfir þriggja ára tímabil. Hagræðingin næði jafnmikið til miðlægrar stjórnsýslu inni í ráðhúsinu og til annarra hluta borgarkerfisins. „Stóri vandinn er þessi og heildarsýnin verður að vera þessi, við erum með 15,3 milljarðahalla á rekstri A-sjóðs og við verðum að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar. Það gerum við með því að fara í margháttaðar aðgerðir inn í kerfið, hagræðum inni í kerfinu en reynum að koma í veg fyrir að það bitni á borgarbúum. Við stöndum vörð um framlínuþjónustuna, skólana og velferðarþjónustuna. Þannig getum við bætt þjónustuna,“ sagði hann. Spurður að því hvort að hæst launuðu borgarstarfsmennirnir, þar á meðal borgarfulltrúar, væru tilbúnir að taka á sig skerðingu sagðist Einar þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar ættu ekki að hræra í laununum sínum sjálfir. „Þetta er bara popúlismi að koma með einhverjar svona tillögur,“ svaraði hann. Hvað varðaði útboð á mat til leikskóla borgarinnar sagði Einar það koma sér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn legðist gegn því. Nú þegar hefðu 47 af 63 leikskólum borgarinnar ákveðið sjálfir að bjóða út matinn í staðinn fyrir að vera sjálfir með eldhús. Sagði Einar það skynsamlega fjármálastjórn að ráðast í sameiginleg innkaup fyrir leikskólana. Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Tengdar fréttir „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti 92 hagræðingaraðgerðir til þess að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Rekstur A-hlutans var neikvæður um rúmlega ellefu milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins, langt umfram þann 1,6 milljarða króna halla sem reiknað hafði verið með. Á meðal hagræðingaraðgerðanna er draga úr fjárfestingum upp á fimm milljarða á næstu árum, lækka fundarkostnað borgarstjórnar, fresta ráðningum á skrifstofu borgarstjóra og borgarrita, fækka listsýningum og bjóða út mat fyrir leikskóla borgarinnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi áformin í gær. „Kroppað“ væri í reksturinn hér og þar en aðgerðirnar væru mátt- og haglausar. Skera ætti niður útgjöld til matarkaupa fyrir leikskólabörn um hundrað milljónir króna en lítið gert til þess að hrófla við fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu. „Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu,“ sagði Hildur í viðtali við Stöð 2 í gær. Popúlismi að leggja til lækkun launa þeirra hæst launuðu Einar sagði þessar kveðjur Hildar kaldar í ljósi þess að hagræðingaraðgerðirnar væru þær mestu frá hruni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gerð væri hagræðingarkrafa um eitt prósent á öll svið auks þess að reksturinn yrði ekki verðbættur. Sú hagræðingarkrafa ofan á aðgerðirnar 92 og ýmsar umbótaáætlarnir sem ráðist yrði í ættu að skila um fimmtán milljarða króna hagræðingu yfir þriggja ára tímabil. Hagræðingin næði jafnmikið til miðlægrar stjórnsýslu inni í ráðhúsinu og til annarra hluta borgarkerfisins. „Stóri vandinn er þessi og heildarsýnin verður að vera þessi, við erum með 15,3 milljarðahalla á rekstri A-sjóðs og við verðum að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar. Það gerum við með því að fara í margháttaðar aðgerðir inn í kerfið, hagræðum inni í kerfinu en reynum að koma í veg fyrir að það bitni á borgarbúum. Við stöndum vörð um framlínuþjónustuna, skólana og velferðarþjónustuna. Þannig getum við bætt þjónustuna,“ sagði hann. Spurður að því hvort að hæst launuðu borgarstarfsmennirnir, þar á meðal borgarfulltrúar, væru tilbúnir að taka á sig skerðingu sagðist Einar þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar ættu ekki að hræra í laununum sínum sjálfir. „Þetta er bara popúlismi að koma með einhverjar svona tillögur,“ svaraði hann. Hvað varðaði útboð á mat til leikskóla borgarinnar sagði Einar það koma sér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn legðist gegn því. Nú þegar hefðu 47 af 63 leikskólum borgarinnar ákveðið sjálfir að bjóða út matinn í staðinn fyrir að vera sjálfir með eldhús. Sagði Einar það skynsamlega fjármálastjórn að ráðast í sameiginleg innkaup fyrir leikskólana.
Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Tengdar fréttir „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Sjá meira
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58
Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45