Færði Argentínu mark á silfurfati og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 10:00 Rodrigo De Paul er hér í þann mund að vinna boltann af Matthew Ryan áður en Julian Alvarez potaði boltanum í netið og skoraði annað mark Argentínu. Vísir/Getty Matthew Ryan og félagar í ástralska landsliðinu féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir tap gegn Argentínu. Ryan gerði mistök í öðru marki Argentínu og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga sínum í FC Kaupmannahöfn eftir leik. Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum. HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Sjá meira
Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Sjá meira