Sakfelldur fyrir að hjálpa konum að eignast börn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. desember 2022 16:01 Getty Images Danskur karlmaður hefur verið sektaður um andvirði hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir að gefa konum sæði sitt svo þær geti eignast barn. Maðurinn eignast brátt sitt 19. barn. Henrik er 54 ára frá Mið-Jótlandi í Danmörku. Honum finnst föðurhlutverkið dásamlegt og þegar hann átti orðið nokkur börn, þá fór hann að velta því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað öðru fólki, barnlausum pörum að upplifa þessa sömu hamingju. Auglýsti ókeypis sæðisgjöf á netinu Hann opnaði heimasíðu þar sem hann bauð ókeypis sæðisgjöf. Nokkrar konur hafa nú þegar þegið þessa aðstoð og eignast börn með aðstoð Henriks. En það er komið babb í bátinn. Það er andstætt dönskum lögum að gefa sæði sisona milliliðalaust í sprautu. Lögum samkvæmt þarf hver sá sem dreifir sæði sínu að hafa leyfi frá Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku. Og hún hafði alls ekki gefið Henrik leyfi til þess að gefa vandalausum sæði sitt. Lögunum er ætlað að tryggja að sæðisgjafar dreifi ekki arfgengum sjúkdómum, að löglegar skyldur sæðisgjafa gagnvart barni séu á hreinu og að vitað sé hversu mörg börn hver einstakur sæðisgjafi hafi eignast. Þessi skilyrði uppfylla sæðisbankar og aðrar stofnanir af þeim meiði, en það gerir Henrik hins vegar ekki. Þess vegna var hann dreginn fyrir dóm. Afhenti sæðið í sprautu Ef Henrik hefði farið hina hefðbundnu leið og haft samræði við konurnar, þá hefði löggjafinn ekki getað skipt sér af málinu. En þar sem Henrik afhenti viðkomandi konum ferskt sæði sitt í sprautu þá var hann þar með orðinn sekur um lögbrot. Henrik segir að hefðu konurnar verið gagnkynhneigðar þá hefði vafalaust verið þægilegra og auðveldari leið að hafa samræði til að geta börnin, en þar sem þessar konur eru allar samkynhneigðar þá kom það illa til greina. Hann segir að það eina sem vaki fyrir honum sé að gera öðru fólki greiða, veita þeim þá hamingju að eignast börn og sjálfur upplifa þá gleði að hafa fætt fleiri börn í þennan heim. Konurnar sem hafa þegið aðstoð Henriks, hafa sumar hverjar komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir undrun sinni á því að Henrik skuli sakfelldur fyrir að hjálpa öðru fólki. 18 barna faðir í Danmörku Hann var í síðustu viku dæmdur til að greiða 25.000 krónur danskar í sekt, en ella sæta 2ja vikna fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa hjálpað 5 konum að eignast börn. Sjálfur segist hann vera orðinn 18 barna faðir og að það 19. sé á leiðinni. Danmörk Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Henrik er 54 ára frá Mið-Jótlandi í Danmörku. Honum finnst föðurhlutverkið dásamlegt og þegar hann átti orðið nokkur börn, þá fór hann að velta því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað öðru fólki, barnlausum pörum að upplifa þessa sömu hamingju. Auglýsti ókeypis sæðisgjöf á netinu Hann opnaði heimasíðu þar sem hann bauð ókeypis sæðisgjöf. Nokkrar konur hafa nú þegar þegið þessa aðstoð og eignast börn með aðstoð Henriks. En það er komið babb í bátinn. Það er andstætt dönskum lögum að gefa sæði sisona milliliðalaust í sprautu. Lögum samkvæmt þarf hver sá sem dreifir sæði sínu að hafa leyfi frá Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku. Og hún hafði alls ekki gefið Henrik leyfi til þess að gefa vandalausum sæði sitt. Lögunum er ætlað að tryggja að sæðisgjafar dreifi ekki arfgengum sjúkdómum, að löglegar skyldur sæðisgjafa gagnvart barni séu á hreinu og að vitað sé hversu mörg börn hver einstakur sæðisgjafi hafi eignast. Þessi skilyrði uppfylla sæðisbankar og aðrar stofnanir af þeim meiði, en það gerir Henrik hins vegar ekki. Þess vegna var hann dreginn fyrir dóm. Afhenti sæðið í sprautu Ef Henrik hefði farið hina hefðbundnu leið og haft samræði við konurnar, þá hefði löggjafinn ekki getað skipt sér af málinu. En þar sem Henrik afhenti viðkomandi konum ferskt sæði sitt í sprautu þá var hann þar með orðinn sekur um lögbrot. Henrik segir að hefðu konurnar verið gagnkynhneigðar þá hefði vafalaust verið þægilegra og auðveldari leið að hafa samræði til að geta börnin, en þar sem þessar konur eru allar samkynhneigðar þá kom það illa til greina. Hann segir að það eina sem vaki fyrir honum sé að gera öðru fólki greiða, veita þeim þá hamingju að eignast börn og sjálfur upplifa þá gleði að hafa fætt fleiri börn í þennan heim. Konurnar sem hafa þegið aðstoð Henriks, hafa sumar hverjar komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir undrun sinni á því að Henrik skuli sakfelldur fyrir að hjálpa öðru fólki. 18 barna faðir í Danmörku Hann var í síðustu viku dæmdur til að greiða 25.000 krónur danskar í sekt, en ella sæta 2ja vikna fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa hjálpað 5 konum að eignast börn. Sjálfur segist hann vera orðinn 18 barna faðir og að það 19. sé á leiðinni.
Danmörk Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira