Sat um konu sem hann sagði „hafa svikið sig um kynlíf“ Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2022 08:57 Dómari mat það svo að svo einbeittur hafi brotavilji mannsins verið, að hann setti sig aftur í samband við konuna, aðeins tíu dögum eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu hjá lögreglu um að hafa ekkert samband við brotaþola næstu tólf mánuði. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi og greiðslu bóta fyrir umsáturseinelti með því að hafa endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við konu sem var fyrrverandi vinnufélagi hans, á um hálfs árs tímabili 2021. Í ákæru segir að maðurinn hafi hótað og fylgst með konunni, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum vefsíðuna bland.is. Þá hafi hann fylgst með henni meðal annars fyrir utan heimili hennar. Maðurinn hélt því margítrekað fram við konuna að hún hafi svikið sig um kynlíf og að hún ætti því meðal annars að „hafa vit á að vera annars staðar en hann það sem eftir [sé], að hún væri ómerkileg, að hún væri lygin, að hún væri heppin að hann væri bara reiður, að hún ætti eftir að sjá eftir því alla ævi að hafa svikið hann,“ að því er segir í ákæru. Þá segir í ákæru að maðurinn hafi reynt að fá konuna til að bæta fyrir það sem hann hélt fram að væru svik. Taldi konuna „skulda sér kynlíf“ Konan lagði fram kæru til lögreglunnar á Suðurnesjum í september 2021 þar sem hún óskaði eftir nálgunarbanni. Segir í dómi að þau hafi hafið vinskap fyrir rúmum tveimur árum, áramótin 2018/2019, og það hafi þróast út í einhvers konar daður. Fram kemur að þau hafi átt sameiginlegan vin og öll þrjú unnið á sama vinnustað. Konunni hafi þótt málið óþægilegt, sérstaklega eftir að hún komst að því að maðurinn ætti konu og börn og hætti hún samskiptum við manninn á vordögum 2020. Um ári síðar hafi maðurinn svo haft samband við hana í gegnum síðuna Bland og tölvupósti og rukkað hana um kynlíf sem maðurinn hafi talið konuna skulda sér. Segir í framburði konunnar að hún hafi ítrekað beðið manninn um að láta sig í friði, en án árangurs. Maðurinn samþykkti að beitt yrði vægara úrræði en nálgunarbanni, svokallaðri „Selfossleið“, sem felur í sér að meintur sakborningur skrifar undir yfirlýsingu um að ekkert samband verði haft við brotaþola í allt að tólf mánuði frá undirritun. Héraðsdómur ReykjanessVísir/Vilhelm „Ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aftur“ Fram kemur að í málinu liggi meðal annars fyrir fjórtán tölvupóstar og ein skilaboð á bland.is frá manninum til konunnar á um hálfs árs tímabili 2021 og fjórir tölvupóstar frá konunni til mannsins sem hún svarar manninum á þriggja daga tímabili á vorið 2021. Flest skilaboðin fjölluðu um að konan hafi lofað manninum kynlífi og svikið það loforð en það hafi hún ekki haft heimild til að gera. Þá kom í nokkrum skilaboðum einnig fram að konan gæti losnað við manninn með því að efna það loforð. Þá er konan ásökuð um að vera lygin og ómerkileg auk fleiri ásakana. „Er best fyrir þig að hafa vit á því að vera einhversstaðar allt annarstaðar en ég er það sem eftir er og ég ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aftur,“ sagði í einum skilaboðum mannsins til konunnar. „Þú átt heldur betur eftir að sjá eftir því alla ævi að svíkja mig. Ég geri hvað sem er fyrir vini mína. En ef ég er illa svikinn er það ekki aftur tekið. Þú hefur samt enn tækifæri á að bæta fyrir svikin og þetta rugl sem þú bjóst til er endanlega úr sögunni. Það veist þú vel,“ stóð í öðrum. Neitaði sök og sagði ekki um hótanir að ræða Maðurinn neitaði sök í málinu en í framburði hans kvaðst hann hafa verið ósáttur með hvernig samskipti hans og konunnar hafi endað og fundist hann illa svikinn. Maðurinn sagði það vera „mjög rangt að halda því til streitu að innheimta kynlíf sem hann hafi talið sig eiga rétt á en hann hafi verið svo reiður.“ Vildi hann ennfremur meina að ekki hafi falist hótanir í skeytasendingum hans til konunnar. Olli hræðslu og kvíða Í niðurstöðukafla dómsins segir að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá konunni, en maðurinn á jafnframt að hafa ekið ítrekað framhjá heimili konunnar. Hann var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Er það mat dómara að skilaboð mannsins hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá konunni, auk þess að fela í sér friðhelgisbrot. „Svo einbeittur var brotavilji ákærða að hann setti sig enn og aftur í samband við brotaþola, aðeins tíu dögum eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu hjá lögreglu um að hafa ekkert samband við brotaþola næstu 12 mánuði,“ segir í dómnum. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en skal fresta fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Manninum er jafnframt gert að greiða konunni 600 þúsund krónur í bætur, auk alls sakarkostnaðar, alls 1,8 milljónir króna. Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi hótað og fylgst með konunni, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum vefsíðuna bland.is. Þá hafi hann fylgst með henni meðal annars fyrir utan heimili hennar. Maðurinn hélt því margítrekað fram við konuna að hún hafi svikið sig um kynlíf og að hún ætti því meðal annars að „hafa vit á að vera annars staðar en hann það sem eftir [sé], að hún væri ómerkileg, að hún væri lygin, að hún væri heppin að hann væri bara reiður, að hún ætti eftir að sjá eftir því alla ævi að hafa svikið hann,“ að því er segir í ákæru. Þá segir í ákæru að maðurinn hafi reynt að fá konuna til að bæta fyrir það sem hann hélt fram að væru svik. Taldi konuna „skulda sér kynlíf“ Konan lagði fram kæru til lögreglunnar á Suðurnesjum í september 2021 þar sem hún óskaði eftir nálgunarbanni. Segir í dómi að þau hafi hafið vinskap fyrir rúmum tveimur árum, áramótin 2018/2019, og það hafi þróast út í einhvers konar daður. Fram kemur að þau hafi átt sameiginlegan vin og öll þrjú unnið á sama vinnustað. Konunni hafi þótt málið óþægilegt, sérstaklega eftir að hún komst að því að maðurinn ætti konu og börn og hætti hún samskiptum við manninn á vordögum 2020. Um ári síðar hafi maðurinn svo haft samband við hana í gegnum síðuna Bland og tölvupósti og rukkað hana um kynlíf sem maðurinn hafi talið konuna skulda sér. Segir í framburði konunnar að hún hafi ítrekað beðið manninn um að láta sig í friði, en án árangurs. Maðurinn samþykkti að beitt yrði vægara úrræði en nálgunarbanni, svokallaðri „Selfossleið“, sem felur í sér að meintur sakborningur skrifar undir yfirlýsingu um að ekkert samband verði haft við brotaþola í allt að tólf mánuði frá undirritun. Héraðsdómur ReykjanessVísir/Vilhelm „Ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aftur“ Fram kemur að í málinu liggi meðal annars fyrir fjórtán tölvupóstar og ein skilaboð á bland.is frá manninum til konunnar á um hálfs árs tímabili 2021 og fjórir tölvupóstar frá konunni til mannsins sem hún svarar manninum á þriggja daga tímabili á vorið 2021. Flest skilaboðin fjölluðu um að konan hafi lofað manninum kynlífi og svikið það loforð en það hafi hún ekki haft heimild til að gera. Þá kom í nokkrum skilaboðum einnig fram að konan gæti losnað við manninn með því að efna það loforð. Þá er konan ásökuð um að vera lygin og ómerkileg auk fleiri ásakana. „Er best fyrir þig að hafa vit á því að vera einhversstaðar allt annarstaðar en ég er það sem eftir er og ég ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aftur,“ sagði í einum skilaboðum mannsins til konunnar. „Þú átt heldur betur eftir að sjá eftir því alla ævi að svíkja mig. Ég geri hvað sem er fyrir vini mína. En ef ég er illa svikinn er það ekki aftur tekið. Þú hefur samt enn tækifæri á að bæta fyrir svikin og þetta rugl sem þú bjóst til er endanlega úr sögunni. Það veist þú vel,“ stóð í öðrum. Neitaði sök og sagði ekki um hótanir að ræða Maðurinn neitaði sök í málinu en í framburði hans kvaðst hann hafa verið ósáttur með hvernig samskipti hans og konunnar hafi endað og fundist hann illa svikinn. Maðurinn sagði það vera „mjög rangt að halda því til streitu að innheimta kynlíf sem hann hafi talið sig eiga rétt á en hann hafi verið svo reiður.“ Vildi hann ennfremur meina að ekki hafi falist hótanir í skeytasendingum hans til konunnar. Olli hræðslu og kvíða Í niðurstöðukafla dómsins segir að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá konunni, en maðurinn á jafnframt að hafa ekið ítrekað framhjá heimili konunnar. Hann var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Er það mat dómara að skilaboð mannsins hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá konunni, auk þess að fela í sér friðhelgisbrot. „Svo einbeittur var brotavilji ákærða að hann setti sig enn og aftur í samband við brotaþola, aðeins tíu dögum eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu hjá lögreglu um að hafa ekkert samband við brotaþola næstu 12 mánuði,“ segir í dómnum. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en skal fresta fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Manninum er jafnframt gert að greiða konunni 600 þúsund krónur í bætur, auk alls sakarkostnaðar, alls 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira