Maté: Hefði viljað vita það fyrr hvenær leikurinn yrði spilaður Andri Már Eggertsson skrifar 5. desember 2022 21:30 Maté Dalmay var svekktur eftir að hafa dottið út úr bikarnum Vísir / Hulda Margrét Haukar eru úr leik í VÍS-bikarnum eftir fjögurra stiga tap geng Njarðvík 88-84. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik og var ósáttur með hvernig staðið var að tímasetningu leiksins. „Við vorum ógeðslega miklir klaufar. Við vorum lélegir að setja ekki ofan í opið þriggja stiga skot, tvö vítaskot og ef þú ætlar að klára leiki verðurðu að hitta ofan í þegar varnirnar herðast undir lok leiks. Njarðvík fékk níu villur á sig gegn nítján og það var augljóslega erfiðara að skora öðru megin,“ sagði Maté um sóknarleik Hauka í fjórða leikhluta. Maté var nokkuð ánægður með sóknarleikinn en fannst vörn Hauka afar léleg í kvöld. „Sóknarleikurinn var flottur þar til í brakinu þá stífnuðum við og fundum ekki lausnir. Menn voru seinir í því sem þeir voru að gera. Varnarlega var þetta sennilega versti leikurinn okkar frá því við töpuðum gegn Keflavík.“ „Stóru mennirnir okkar voru seinir í vegg og veltu vörn. Norbertas Giga var allt of staður en það má segja um alla sem spiluðu og þetta var hægt, lint og áhugalaust. Ég ætla ekki að kenna neinum um en ég ætla rétt að vona að þetta hafi verið stuttur fyrirvari og bikarprump hugmynd hjá mönnum. Maté hélt áfram að gagnrýna tímasetninguna á leiknum þar sem leikurinn var settur á með stuttum fyrirvara en Haukum var endanlega dæmdur sigur gegn Tindastól þann 1. desember. „Mér fannst bæði lið mæta til leiks í fyrri hálfleik eins og þeim væri drullusama um þennan leik. Staðan var 52-51 í hálfleik þar sem allir voru á hálfum hraða varnarlega en síðan langaði Njarðvík meira að komast áfram í bikarnum en okkur var alveg sama.“ „Tímasetningin er fín en ég hefði viljað fá hana á hreint miklu fyrr. Það hefði ekki breytt neinu fyrir okkur en mér fannst þetta áhugamennska,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, baðst undan viðtali eftir leik. Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
„Við vorum ógeðslega miklir klaufar. Við vorum lélegir að setja ekki ofan í opið þriggja stiga skot, tvö vítaskot og ef þú ætlar að klára leiki verðurðu að hitta ofan í þegar varnirnar herðast undir lok leiks. Njarðvík fékk níu villur á sig gegn nítján og það var augljóslega erfiðara að skora öðru megin,“ sagði Maté um sóknarleik Hauka í fjórða leikhluta. Maté var nokkuð ánægður með sóknarleikinn en fannst vörn Hauka afar léleg í kvöld. „Sóknarleikurinn var flottur þar til í brakinu þá stífnuðum við og fundum ekki lausnir. Menn voru seinir í því sem þeir voru að gera. Varnarlega var þetta sennilega versti leikurinn okkar frá því við töpuðum gegn Keflavík.“ „Stóru mennirnir okkar voru seinir í vegg og veltu vörn. Norbertas Giga var allt of staður en það má segja um alla sem spiluðu og þetta var hægt, lint og áhugalaust. Ég ætla ekki að kenna neinum um en ég ætla rétt að vona að þetta hafi verið stuttur fyrirvari og bikarprump hugmynd hjá mönnum. Maté hélt áfram að gagnrýna tímasetninguna á leiknum þar sem leikurinn var settur á með stuttum fyrirvara en Haukum var endanlega dæmdur sigur gegn Tindastól þann 1. desember. „Mér fannst bæði lið mæta til leiks í fyrri hálfleik eins og þeim væri drullusama um þennan leik. Staðan var 52-51 í hálfleik þar sem allir voru á hálfum hraða varnarlega en síðan langaði Njarðvík meira að komast áfram í bikarnum en okkur var alveg sama.“ „Tímasetningin er fín en ég hefði viljað fá hana á hreint miklu fyrr. Það hefði ekki breytt neinu fyrir okkur en mér fannst þetta áhugamennska,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, baðst undan viðtali eftir leik.
Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira