Breytingarnar á Seðlabankanum kosta þrjá milljarða Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2022 12:20 Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fá ný húsgögn í vinnuna og það verða engir Ikeakollar. vísir/vilhelm Í sömu vikunni og öll spjót stóðu á dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra vegna stýrivaxtahækkunar voru sendibílastjórar að keyra mublur og fínerí í stórum stíl inn í Seðlabankann. Sendibílastjórar sem Vísir heyrði í þótti þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en var á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?! Tímabært að nútímavæða bankahúsið En hér er ekki allt sem sýnist, allt á þetta á sér skýringar að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ritstjóra Seðlabankans. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans úr 177 manns í rúmlega 300. „Fremur en að stækka húsnæði bankans eða leigja viðbótarhúsnæði til frambúðar var ákveðið að breyta húsnæði bankans við Kalkofnsveg á þann veg að það rúmaði allt starfsfólk bankans undir einu þaki og var hafist handa við verkið í ágúst 2020.“ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að breytingarnar séu löngu tímabærar.vísir/kristófer Að sögn Stefáns Jóhanns var tímabært að endurnýja innviði og nútímavæða bankahúsið við Kalkofnsveg þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar við Fjármálaeftirlitið en tilefni til endurnýjunar var nýtt í tengslum við sameininguna. „Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg var byggt á árunum 1983-1986 og lagnir og loftræstikerfi því komið á tíma ásamt þörf á uppfærslu vinnuumhverfis í takt við ríkjandi kröfur sem gerðar eru til húsnæðis af þessu tagi.“ Umfangsmiklar breytingarnar kosta sitt Stefán útskýrir að framkvæmdir hafi verið unnar í tveimur fösum og var sá fyrri, aðalbyggingin, boðinn út sumarið 2020 og hinn síðari boðinn út í september 2022. Fyrri fasa framkvæmdanna er nú svo til lokið með umfangsmiklum breytingum á aðalbyggingunni sem fela meðal annars í sér breytingu frá einkaskrifstofum í opin vinnurými. En eitthvað hlýtur þetta að kosta? „Breytingarnar hafa kostað rúmlega 1100 milljónir króna. Framkvæmdir eru nú að hefjast við viðbyggingu bankans. Eftir útboðsferli er áætlaður kostnaður við breytingar á viðbyggingunni ríflega 1900 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrri part árs 2024.“ Stefán Jóhann segir vert að halda því til haga að á móti breytinga- og endurbótakostnaði mun koma til langtímasparnaður þar sem leigusamningi var sagt upp vegna fyrra húsnæðis Fjármálaeftirlitsins. Seðlabankinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sendibílastjórar sem Vísir heyrði í þótti þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en var á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?! Tímabært að nútímavæða bankahúsið En hér er ekki allt sem sýnist, allt á þetta á sér skýringar að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ritstjóra Seðlabankans. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans úr 177 manns í rúmlega 300. „Fremur en að stækka húsnæði bankans eða leigja viðbótarhúsnæði til frambúðar var ákveðið að breyta húsnæði bankans við Kalkofnsveg á þann veg að það rúmaði allt starfsfólk bankans undir einu þaki og var hafist handa við verkið í ágúst 2020.“ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að breytingarnar séu löngu tímabærar.vísir/kristófer Að sögn Stefáns Jóhanns var tímabært að endurnýja innviði og nútímavæða bankahúsið við Kalkofnsveg þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar við Fjármálaeftirlitið en tilefni til endurnýjunar var nýtt í tengslum við sameininguna. „Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg var byggt á árunum 1983-1986 og lagnir og loftræstikerfi því komið á tíma ásamt þörf á uppfærslu vinnuumhverfis í takt við ríkjandi kröfur sem gerðar eru til húsnæðis af þessu tagi.“ Umfangsmiklar breytingarnar kosta sitt Stefán útskýrir að framkvæmdir hafi verið unnar í tveimur fösum og var sá fyrri, aðalbyggingin, boðinn út sumarið 2020 og hinn síðari boðinn út í september 2022. Fyrri fasa framkvæmdanna er nú svo til lokið með umfangsmiklum breytingum á aðalbyggingunni sem fela meðal annars í sér breytingu frá einkaskrifstofum í opin vinnurými. En eitthvað hlýtur þetta að kosta? „Breytingarnar hafa kostað rúmlega 1100 milljónir króna. Framkvæmdir eru nú að hefjast við viðbyggingu bankans. Eftir útboðsferli er áætlaður kostnaður við breytingar á viðbyggingunni ríflega 1900 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrri part árs 2024.“ Stefán Jóhann segir vert að halda því til haga að á móti breytinga- og endurbótakostnaði mun koma til langtímasparnaður þar sem leigusamningi var sagt upp vegna fyrra húsnæðis Fjármálaeftirlitsins.
Seðlabankinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00
Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31