Borgarstjóri sendir tillöguna um lokun Sigluness aftur til ÍTR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2022 12:57 Fyrrverandi starfsmenn Sigluness raða sér upp á meðan borgarstjóri ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Tillaga borgarstjórnar um að loka starfsemi Sigluness í Nauthólsvík verður tekin til endurskoðunar. Þetta segir borgarstjóri. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness mótmæltu í Ráðhúsinu í morgun. Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“ Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“
Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira