„Hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 23:01 Björgvin Páll Gústavsson var eðlilega súr og svekktur eftir leikinn. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að liðið tapaði niður sjö marka forystu gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið verði að virða stigið sem þó fékkst. „Það var mikil þreyta í mönnum í þessum leik. Við erum að spila á háu tempói mjög lengi og við spilum frábærlega í þessum leik í rauninni allan leikinn. Þeir ná að saxa á okkur undir restina, en við erum spila frábæran leik frá fyrstu mínútu og nánast að þeirri síðustu,“ sagði Björgvin Páll eftir leikinn. „Síðan missum við aðeins dampinn og missum menn í meiðsli. Benni [Benedikt Gunnar Óskarsson] dettur aðeins út og það er mikil þreyta í okkur öllum. Orkustigið er hátt og auðvitað kemur höllin með þeim. Ungverjarnir lenda upp við vegg og koma svo til baka og þá var aðeins erfitt að stíga aftur á bensíngjöfina.“ „Ég held að við hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið leikinn.“ Björgvin átti flottan leik framan af í liði Vals, en gekk illa að klukka bolta seinni hluta síðari hálfleiks. Hann segir að sér og öðrum leimönnum liðsins líði illa eftir tapað stig. „Illa. Þetta er mjög svekkjandi. Við ætlum auðvitað að koma hingað til að vinna, en við verðum samt að virða stigið líka. Við erum með innbyrðis viðureignina á þá og þetta er punktur í erfiðrir keppni á erfiðum útivelli. En úr því sem komið var áttum við bara að klára þetta miklu fyrr. Það var kannski smá aulaskapur í okkur að gera það ekki,“ sagði Björgvin að lokum. Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir „Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16 Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Það var mikil þreyta í mönnum í þessum leik. Við erum að spila á háu tempói mjög lengi og við spilum frábærlega í þessum leik í rauninni allan leikinn. Þeir ná að saxa á okkur undir restina, en við erum spila frábæran leik frá fyrstu mínútu og nánast að þeirri síðustu,“ sagði Björgvin Páll eftir leikinn. „Síðan missum við aðeins dampinn og missum menn í meiðsli. Benni [Benedikt Gunnar Óskarsson] dettur aðeins út og það er mikil þreyta í okkur öllum. Orkustigið er hátt og auðvitað kemur höllin með þeim. Ungverjarnir lenda upp við vegg og koma svo til baka og þá var aðeins erfitt að stíga aftur á bensíngjöfina.“ „Ég held að við hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið leikinn.“ Björgvin átti flottan leik framan af í liði Vals, en gekk illa að klukka bolta seinni hluta síðari hálfleiks. Hann segir að sér og öðrum leimönnum liðsins líði illa eftir tapað stig. „Illa. Þetta er mjög svekkjandi. Við ætlum auðvitað að koma hingað til að vinna, en við verðum samt að virða stigið líka. Við erum með innbyrðis viðureignina á þá og þetta er punktur í erfiðrir keppni á erfiðum útivelli. En úr því sem komið var áttum við bara að klára þetta miklu fyrr. Það var kannski smá aulaskapur í okkur að gera það ekki,“ sagði Björgvin að lokum.
Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir „Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16 Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02