Hjónin reka ísbúðina Valdísi en rekstur ísbúðarinnar hefur gengið vel undanfarin ár. Þá hefur Anna Svava skemmt landanum reglulega á sjónvarpsskjánum með húmorinn að vopni.
Húsið var teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt árið 1939. Af 304 fermetrum er bílskúr upp á 57 fermetra. Fram kemur í lýsingu á eigninni að hún sé mikið endurnýtt með myndarlegum afgirtum garði þar sem er að finna sólpall og heitan pott.
Fimm svefnherbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi svo enginn ætti að þurfa að bíða eftir því að komast á klósettið.
Fjölmargar myndir og frekari lýsingu má finna á fasteignavefnum.











