Gerði Liverpool mistök með því að kaupa rangan Benfica mann? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 16:01 Darwin Nunez og Goncalo Ramos fagna saman marki Benfica í Meistaradeildinni á móti Liverpool á síðasta tímabili. Getty/Pedro Fiúza Margir stuðningsmenn Liverpool óttast það að félagið hafi gert stór mistök á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool keypti þá Darwin Nunez frá Benfica og gæti á endanum þurft að borga 85 milljónir punda fyrir hann. Liðsfélagi hans hjá Benfica er Goncalo Ramos sem sló í gegn með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í gær. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi velt því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp hafi valið rangan Benfica framherja. Fans claim Liverpool have made a huge transfer error after Portugal thrash Switzerland at the World Cup pic.twitter.com/pHWQeVR4kg— SPORTbible (@sportbible) December 7, 2022 Ramos fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í gærkvöldi á kostnað Cristiano Ronaldo og launaði landsliðsþjálfaranum traustið með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark að auki. Með þessu afreki varð hinn 21 árs gamli Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM síðan að Florian Albert skoraði þrennu fyrir Ungverja á HM í Síle 1962. Darwin Nunez tókst ekki að skora fyrir Úrúgvæ á öllu heimsmeistaramótinu en Ramos var með þrjú mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum. Nunez hefur ekki farið vel með færin í búningi Liverpool og þrátt fyrir augljóslega líkamlega hæfileika eins og hraða, styrk og tækni þá er hann oft frekar milli flækjufótur fyrir framan markið. Nunez hefur reyndar skorað níu mörk í átján leikjum með Liverpool og hann er líka bara 23 ára gamall. Oft tekur það tíma fyrir menn að læra að spila undir Klopp og þar liggur von stuðningsmanna Liverpool að hann blómstri með liðinu eftir áramót. Ramos hefur aftur á móti verið frábær með Benfica á tímabilinu og er sem dæmi með fimm mörk í Meistaradeildinni. Það má búast við því að frammistaða hans í gær hafi ýtt undir áhuga stórliða Evrópu á kappanum. Benfica hefur grætt mikið á leikmannasölum síðustu ár og ætti að fá vel inn á bankareikning félagsins selji félagið Ramos. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira
Liverpool keypti þá Darwin Nunez frá Benfica og gæti á endanum þurft að borga 85 milljónir punda fyrir hann. Liðsfélagi hans hjá Benfica er Goncalo Ramos sem sló í gegn með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í gær. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi velt því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp hafi valið rangan Benfica framherja. Fans claim Liverpool have made a huge transfer error after Portugal thrash Switzerland at the World Cup pic.twitter.com/pHWQeVR4kg— SPORTbible (@sportbible) December 7, 2022 Ramos fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í gærkvöldi á kostnað Cristiano Ronaldo og launaði landsliðsþjálfaranum traustið með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark að auki. Með þessu afreki varð hinn 21 árs gamli Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM síðan að Florian Albert skoraði þrennu fyrir Ungverja á HM í Síle 1962. Darwin Nunez tókst ekki að skora fyrir Úrúgvæ á öllu heimsmeistaramótinu en Ramos var með þrjú mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum. Nunez hefur ekki farið vel með færin í búningi Liverpool og þrátt fyrir augljóslega líkamlega hæfileika eins og hraða, styrk og tækni þá er hann oft frekar milli flækjufótur fyrir framan markið. Nunez hefur reyndar skorað níu mörk í átján leikjum með Liverpool og hann er líka bara 23 ára gamall. Oft tekur það tíma fyrir menn að læra að spila undir Klopp og þar liggur von stuðningsmanna Liverpool að hann blómstri með liðinu eftir áramót. Ramos hefur aftur á móti verið frábær með Benfica á tímabilinu og er sem dæmi með fimm mörk í Meistaradeildinni. Það má búast við því að frammistaða hans í gær hafi ýtt undir áhuga stórliða Evrópu á kappanum. Benfica hefur grætt mikið á leikmannasölum síðustu ár og ætti að fá vel inn á bankareikning félagsins selji félagið Ramos.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira