Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 13:57 Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður Vinstri grænna og framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Egill Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar. Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni
Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira