Systir Ronaldos grátbiður hann að hætta í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2022 07:01 Cristiano Ronaldo þurfti að bíta í það súra epli að byrja á varamannabekknum gegn Sviss í gær. getty/Justin Setterfield Systir Cristianos Ronaldo hefur grátbeðið hann um að hætta í portúgalska landsliðinu. Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, skellti Ronaldo á bekkinn fyrir leikinn gegn Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í fyrradag. Sú ákvörðun margborgaði sig því Goncalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Ronaldo, skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgala. Fjölskylda Ronaldos stendur alltaf þétt við bakið á honum og var eins og við mátti búast ósátt við ákvörðun Santos. Systir hans, Katia Aveiro, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði honum að koma aftur heim. „Ég vil virkilega að hann komi aftur heim og yfirgefi landsliðið til að hann geti setið við hliðina á mér og ég geti faðmað hann að mér, sannfært hann um að allt verði í lagi, minnt hann á hverju hann hefur áorkað og hvaðan hann kom,“ skrifaði Katia. „Ég vil ekki lengur að hann sé þarna. Við höfum þjáðst nóg og smámennin munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim þar sem fólkið skilur þig, umvefur og sýnir þakklæti.“ Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum í fyrradag. Þetta var 195. landsleikur hans. Í þeim hefur hann skorað 118 mörk sem er heimsmet. Portúgal mætir Marokkó í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins á laugardaginn. HM 2022 í Katar Portúgal Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, skellti Ronaldo á bekkinn fyrir leikinn gegn Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í fyrradag. Sú ákvörðun margborgaði sig því Goncalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Ronaldo, skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgala. Fjölskylda Ronaldos stendur alltaf þétt við bakið á honum og var eins og við mátti búast ósátt við ákvörðun Santos. Systir hans, Katia Aveiro, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði honum að koma aftur heim. „Ég vil virkilega að hann komi aftur heim og yfirgefi landsliðið til að hann geti setið við hliðina á mér og ég geti faðmað hann að mér, sannfært hann um að allt verði í lagi, minnt hann á hverju hann hefur áorkað og hvaðan hann kom,“ skrifaði Katia. „Ég vil ekki lengur að hann sé þarna. Við höfum þjáðst nóg og smámennin munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim þar sem fólkið skilur þig, umvefur og sýnir þakklæti.“ Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum í fyrradag. Þetta var 195. landsleikur hans. Í þeim hefur hann skorað 118 mörk sem er heimsmet. Portúgal mætir Marokkó í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins á laugardaginn.
HM 2022 í Katar Portúgal Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira