Fyrrum stjóri Alberts óvinsæll: „Lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 07:31 Blessin (t.v.) var rekinn í vikunni. Hann var þjálfari Genoa þegar Albert gekk í raðir félagsins í janúar. Simone Arveda/Getty Images Federico Marchetti, fyrrum markvörður Genoa, liðs Alberts Guðmundssonar, fer ekki fögrum orðum um fráfarandi stjóra liðsins sem var rekinn í vikunni. Alexander Blessin var rekinn úr stöðu þjálfara hjá Genoa á þriðjudaginn var. Hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var sá sem fékk Albert til liðs við félagið á gluggadegi í lok janúar. Blessin mistókst að bjarga Genoa frá falli úr A-deildinni á Ítalíu í vor og var sagt upp eftir slakt gengi liðsins í B-deildinni. Genoa situr í sjötta sæti B-deildarinnar með 23 stig, níu stigum frá toppliði Frosinone. Marchetti hefur ekki hátt álit á kauða.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images 39 ára gamli markvörðurinn Marchetti var á mála hjá Genoa frá 2018 þar til í ár, en hann var varamarkvörður hjá liðinu þar lengst af, enda kominn af sínu léttasta skeiði. Hann var áður markvörður Lazio um árabil og var í landsliðshópi Ítalíu á EM 2016. Hann virðist hafa vægast sagt slakt álit á Blessin ef marka má ummæli sem hann setti við nýjustu færslu Blessin á samskiptamiðlinum Instagram. Marchetti hefur síðan fjarlægt ummælin sem lifa þó. „Þú ert lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft á mínum langa ferli,“ segir Marchetti í færslunni. „Þú gerðir grín að öllum Genóumönnum frá fyrsta degi, þú felldir lið sem hefði getað bjargað sér án fáránlegra fótboltahugmynda þinna,“ Federico Marchetti on ex-Genoa manager Alexander Blessin s last Instagram post. Safe to say he wasn t a fan of Blessin-ball pic.twitter.com/h9qI2fjRmy— Francesco (@FRANCESCalciO_) December 7, 2022 Fyrrum framherjinn Alberto Gilardino, sem vann HM með Ítalíu árið 2006, tók tímabundið við af Blessin en hann er þjálfari unglingaliðs Genoa. Hann stýrði Genoa til sigurs gegn Sudtirol í deildinni í gær þar sem Genoa vann langþráðan 2-0 sigur. Albert spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Reynsluboltinn Claudio Ranieri er sagður vera í sigtinu hjá félaginu um að taka við af Blessin. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Alexander Blessin var rekinn úr stöðu þjálfara hjá Genoa á þriðjudaginn var. Hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var sá sem fékk Albert til liðs við félagið á gluggadegi í lok janúar. Blessin mistókst að bjarga Genoa frá falli úr A-deildinni á Ítalíu í vor og var sagt upp eftir slakt gengi liðsins í B-deildinni. Genoa situr í sjötta sæti B-deildarinnar með 23 stig, níu stigum frá toppliði Frosinone. Marchetti hefur ekki hátt álit á kauða.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images 39 ára gamli markvörðurinn Marchetti var á mála hjá Genoa frá 2018 þar til í ár, en hann var varamarkvörður hjá liðinu þar lengst af, enda kominn af sínu léttasta skeiði. Hann var áður markvörður Lazio um árabil og var í landsliðshópi Ítalíu á EM 2016. Hann virðist hafa vægast sagt slakt álit á Blessin ef marka má ummæli sem hann setti við nýjustu færslu Blessin á samskiptamiðlinum Instagram. Marchetti hefur síðan fjarlægt ummælin sem lifa þó. „Þú ert lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft á mínum langa ferli,“ segir Marchetti í færslunni. „Þú gerðir grín að öllum Genóumönnum frá fyrsta degi, þú felldir lið sem hefði getað bjargað sér án fáránlegra fótboltahugmynda þinna,“ Federico Marchetti on ex-Genoa manager Alexander Blessin s last Instagram post. Safe to say he wasn t a fan of Blessin-ball pic.twitter.com/h9qI2fjRmy— Francesco (@FRANCESCalciO_) December 7, 2022 Fyrrum framherjinn Alberto Gilardino, sem vann HM með Ítalíu árið 2006, tók tímabundið við af Blessin en hann er þjálfari unglingaliðs Genoa. Hann stýrði Genoa til sigurs gegn Sudtirol í deildinni í gær þar sem Genoa vann langþráðan 2-0 sigur. Albert spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Reynsluboltinn Claudio Ranieri er sagður vera í sigtinu hjá félaginu um að taka við af Blessin.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46