Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2022 22:00 Svona lítur fyrirhuguð viðbygging við Stjórnarráðið út. Húsið við Bankastræti yrði þarna þétt upp við fyrir aftan - alltof þétt, að mati FSRE. Argos Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi. Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra. Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira
Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra.
Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira